Mar 19, 2025 | Fréttir
Þrír nýir starfsmenn komu nýlega til liðs við Eignaumsjón til að mæta sívaxandi umsvifum í starfsemi fyrirtækisins. Þetta eru þjónustufulltrúarnir Svandís Unnur Þórsdóttir og Róbert Elvar Kristjánsson og Jónas Heiðar, sem sinnir Húsumsjón.
Jónas vann við smíðar og múrverk hjá eigin fyrirtæki í 20 ár, aðallega fyrir tryggingarfélög og leigufélög, áður en hann kom til starfa hjá Eignaumsjón. Hann er með framhaldsskólapróf frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.
Róbert Elvar starfaði vel á annan áratug sem sérfræðingur á sölusviði Símans áður en hann hóf störf hjá Eignaumsjón. Hann er með stúdentspróf af viðskipta- og verslunarbraut Fjölbrautarskóla Suðurlands og hefur lagt stund á nám í viðskiptafræði við HA og HÍ.
Svandís Unnur er með stúdentspróf af viðskipta- og hagfræðibraut menntaskólans við Sund. Hún starfaði sem þjónustufulltrúi í einstaklingsþjónustu hjá sölu- og síðar sem ráðgjafi á fyrirtækjasviði þjónustusviðs Sýnar hf., áður en hún byrjaði að vinna hjá Eignaumsjón.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 25 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið þjónar í dag á annað þúsund hús- og rekstrarfélögum með um 26.500 íbúðum/eignum. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla til að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Jan 31, 2025 | Fréttir
Aldís Dögg Ólafsdóttir, Anna Íris Sigurðardóttir, Ebba Björg Húnfjörð og Linda Lovísa Sigurbjörnsdóttir komu til liðs við fjármálasvið Eignaumsjónar síðastliðið haust til að styrkja starfsemina og mæta sívaxandi umsvifum félagsins.
Ebba Björg og Linda Lovísa vinna í bókhaldsteymi félagsins, Anna Íris er innheimtufulltrúi og Aldís er í gjaldkerateyminu.
Aldís er með BSc próf í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stúdentspróf af raungreinasviði frá Menntaskólanum á Akureyri. Áður en Aldís kom til starfa hjá Eignaumsjón vann hún sem mannauðs- og launafulltrúi hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar áður vann hún m.a. við öryggisleit hjá Isavia í sumarvinnu og afleysingum.
Áður en Anna kom til starfa hjá Eignaumsjón vann hún við bókhald og innheimtu hjá Innnes. Þar áður starfaði hún sem innheimtufulltrúi og gjaldkeri hjá Gjaldheimtunni/Momentum og hjá Landsbanka Íslands sem gjaldkeri og einnig í lögfræðideild. Anna er verslunarpróf frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og einnig grafíska miðlun.
Ebba Björg kom til Eignaumsjónar frá Rapyd Europe þar sem hún sá um færslu bókhalds og fleira. Áður vann hún m.a. hjá Kviku banka við bakvinnslu og erlend viðskipti og þar áður hjá PwC, Sparisjóðabanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Ebba er með verslunarpróf frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og er með nám sem viðurkenndur bókari.
Linda Lovísa var umsjónarmaður verslunar hjá Apóteki Vesturlands áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Þar áður vann hún hjá JGR heildverslun, Eðalfiski og sem verslunarstjóri sérvöru hjá Hagkaup í Borgarnesi. Hún er með skrifstofu og bókhaldsmenntun frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum og hefur sótt ýmis stafstengd endurmenntunarnámskeið.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 24 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið þjónar í dag á annað þúsund hús- og rekstrarfélögum með um 25.000 íbúðum/eignum. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla til að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Dec 2, 2024 | Fréttir
Breytingar hafa verið gerðar á skipuriti Eignaumsjónar og er Tæknisvið fyrirtækisins nú eitt af meginsviðum starfseminnar, ásamt fjármálasviði og þjónustusviði. Samhliða þessum breytingum hefur forstöðumaður tæknisviðs tekið sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
„Fram undan eru spennandi tímar í stafrænni vegferð Eignaumsjónar, bæði í tækniþróun og snjallvæðingu en fyrirtækið hefur unnið markvisst að því í allmörg ár að færa starfsemina yfir í stafrænt umhverfi,“ segir Sigurður Gauti Hauksson, forstöðumaður tæknisviðsins.
Umtalsverð efling tæknisviðs
Fjórir tölvunarfræðingar starfa nú hjá tæknisviði Eignaumsjónar og hefur verið auglýst eftir þremur sérfræðingum til viðbótar, til að mæta fyrirliggjandi áskorunum í hugbúnaðarmálum.
„Þörfin er sannarlega brýn að efla rafræna getu fyrirtækisins, sem er nú með um 1.200 hús- og rekstrarfélög í þjónustu með um 25 þúsund fasteignir/einingar.“
Laus störf í forritun, þróun og notendaþjónustu
Auglýst hefur verið eftir tveimur öflugum forriturum til að þróa Microsoft SQL gagnagrunna og Microsoft .Net C# hugbúnað. Jafnframt er leitað að öflugum starfskrafti til að annast notendaþjónustu við eigin hugbúnað fyrirtækisins og útstöðvar, ásamt því að sinna kennslu og fleiri verkefnum. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á alfred.is og eiga allar umsóknir að fara þar í gegn. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2024. Auglýsinguna má skoða hér.
Sep 26, 2024 | Fréttir
Hulda Sjöfn Kristinsdóttir, Sigurður Lárus Fossberg og Valgerður Ingólfsdóttir komu til starfa hjá Eignaumsjónar fyrr á þessu ári. Hulda Sjöfn er innheimtufulltrúi á fjármálasviði, Sigurður sinnir húsumsjón, ráðgjöf um brunavarnir og fleiri tilfallandi verkefnum á þjónustusviði og Valgerður er bókhaldsfulltrúi á fjármálasviði Eignaumsjónar.
Valgerður er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og starfaði sem bókari hjá Truenorth, áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Þar áður vann hún m.a. á fjármálasviði 66°Norður við bókhald, uppgjör og afstemmingar. Valgerður hefur einnig unnið við sölustörf, sem flugliði hjá Icelandair og leiðbeinandi við leikskóla.
Áður en Sigurður hóf störf hjá Eignaumsjón var hann slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður í 35 ár; fyrst hjá Slökkviliði Akureyrar og síðast hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Samhliða slökkviliðsstarfinu hefur Sigurður sinnt ýmiskonar iðnaðarvinnu, akstri og vélavinnu. Hann er með sveinsbréf í málaraiðn og slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenntun frá Brunamálaskóla Íslands og Sjúkraflutningaskóla Íslands ásamt viðbótarmenntun í stjórnun og sjúkraflutningum frá Svíþjóð og Bandaríkjunum. Sigurður sat í stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og í skóla- og fagráði Brunamálaskólans, þar sem hann hefur einnig sinnt kennslu.
Hulda var gjaldkeri hjá Bílaumboðinu Heklu í sex ár, áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Hún hefur einnig unnið sem þjónustu- og innheimtufulltrúi hjá Öryggismiðstöð Íslands og þar áður Tæknivali. Hulda er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún lærði einnig til sjúkraliða við FB og starfaði við það í rúman áratug á Sjúkrahúsi Reykjavíkur/Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Hún hefur einnig m.a. lagt stund á tölvunám við Iðnskólann í Reykjavík og tækniteiknun, sem og verkefnastjórn/leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun HÍ.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 24 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið þjónar í dag 1.200 hús- og rekstrarfélögum með hátt í 25.000 íbúðum/eignum. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla til að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Jun 27, 2024 | Fréttir
Sigurborg Sólveig Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðalbókari hjá Eignaumsjón og hefur hún þegar tekið til starfa hjá félaginu.
Sigurborg er viðskiptafræðingur að mennt, með Cand. Oecon próf frá Háskóla Íslands með áherslu á reikningsskil og endurskoðun. Hún hefur einnig lokið námi sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands og er með stúdentspróf af hagfræðibraut frá Verzlunarskóla Íslands. Sigurborg var fjármálastjóri hjá Hreinsitækni ehf. í fimm ár, áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Þar áður starfaði hún m.a. á Endurskoðunarsviði Deloitte í níu ár, fyrst og fremst við gerð og endurskoðun ársreikninga fyrirtækja.
Sem aðalbókari ber Sigurborg ábyrgð á gæðum bókhalds og framkvæmd rekstraruppgjöra, ásamt gerð og yfirferð ársreikninga viðskiptavina Eignaumsjónar. Hún ber enn fremur ábyrgð á skipulagningu og vinnu teyma á fjármálasviði, annast eftirfylgni með árangri og útgáfu reikninga fyrir Eignaumsjón. Aðalbókari tekur einnig þátt í þróun upplýsingakerfa fyrirtækisins og verkferla og er m.a. í mikilvægu hlutverki við þróun og innleiðingu á nýju bókhalds- og uppgjörskerfi Eignaumsjónar.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 23 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið þjónar um 900 hús- og rekstrarfélögum með yfir 20.000 íbúðum/eignum og starfsmenn eru 42 talsins. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.