• Facebook
  • Instagram
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Um okkur
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Spurningar og svör
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Hafa samband
  • Fréttir
    • Greinar
  • Húsbókin
Select Page

Húsfélög

Léttu þér lífið!

Allir sem hafa setið í stjórnum húsfélaga vita að störf stjórnarmanna eru krefjandi og oft vanmetin hvað varðar vinnuframlag, umfang og ábyrgð. Rekstur húsfélags krefst vandvirkni og er viðkvæmur fyrir gagnrýni félagsmanna. Eignaumsjón hefur sérhæft sig í rekstri húsfélaga og býr yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði.

Bókhald og fjármál

Eignaumsjón sér um innheimtu og bókhald húsfélagsins, sækir um endurgreiðslu virðisaukaskatts og veitir ráðgjöf þegar vafa- og deilumál koma upp í húsfélögum en þá getur skipt sköpum að hafa hlutlausan aðila. Það stuðlar oftast að betri og hreinskiptari samskiptum íbúa.

Umsjón húsfélaga felst m.a. í innheimtu allra gjalda, umsjón með öllum greiðslum á vegum húsfélags, færslu bókhalds og gerð ársreikninga. Við veitum ráðgjöf um allan rekstur húsfélagsins og leitum hagkvæmustu leiða við reksturinn hverju sinni. Eignaumsjón sér um samninga um afsláttarkjör sem geta sparað húsfélögum og íbúum þeirra verulegar fjárhæðir.

Húsbók Eignaumsjónar

Í  húsbók Eignaumsjónar, áður MÍNAR SÍÐUR, geta viðskiptavinir nálgast helstu gögn síns húsfélags, s.s. samþykktir, fundargerðir, sína greiðsluseðla og kröfusögu, tryggingar, ársreikninga og húsgjöld.

Stjórnarmenn geta séð daglega fjárhagsstöðu húsfélagsins, stöðu bankareikninga, útistandandi kröfur og stöðu innheimtukrafna.

Húsfélagsfundir

Það er oft vanmetið hve mikill tími og vinna fara í að halda utan um fundi. Við tökum að okkur að sjá um aðalfundi, undirbúning, fundarboð, fundarstjórn og frágang reikninga fyrir fundi.

Þjónusta við húsfélög

Við útvegum iðnaðarmenn og sjáum um samskipti við þá, aðstoðum við tryggingamál, öflum tilboða í þrif á sameign, bílageymslu og umsjón með lóð. Við eigum samskipti við íbúa og leysum minniháttar vandamál, komum með tillögur að hússjóðs- og framkvæmdagjöldum, aðstoðum við gerð yfirlýsinga um stöðu seljanda hjá húsfélaginu við fasteignaviðskipti og margt fleira.

,,Frá upphafi hefur verið ákaflega gott að leita til þessara manna í Eignaumsjón“
Þórarinn Hrólfsson formaður húsfélagsins Hraunbæ 103

Eignaumsjón býður upp á þrjár mismunandi þjónustuleiðir í rekstri húsfélaga:

Þjónustuleið 1 Þjónustuleið 2 Þjónustuleið 3
Bókhald og fjármál
Húsfélagsfundir
Þjónusta við húsfélag

Hvað er innifalið í hverjum flokki?

Bókhald og fjármál
Þjónustuleið 1 Þjónustuleið 2 Þjónustuleið 3
Bókhald og fjármál
Innheimta hús- og framkvæmdagjalda
Gerð, umsjón og útsending greiðsluseðla
Eftirfylgni með innheimtu og löginnheimtu
Gjaldkerastörf
Greiðslur samþykktra reikninga
Samskipti við banka
Gerð húsfélagsyfirlýsinga (kostnaður seljanda)
Færsla bókhalds, útreikningur launa, afstemmingar
Sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts
Ársreikningur með rekstrar- og efnahagsreikningi ásamt samanburðartölum
Húsfélagsfundir
Þjónustuleið 1 Þjónustuleið 2 Þjónustuleið 3
Húsfélagsfundir
Undirbúningur aðalfunda með stjórn
Gerð og útsending fundarboðs, lögleg boðun (Verkkaupi greiðir póstkostnað)
Framkvæmd fundar, fundarstjórn og fundarritun
Rekstrar- og húsgjaldaáætlanir
Fagleg skipting húsgjalda skv. lögum um fjöleignarhús
Raunhæfar áætlanir, farið yfir rekstur og fjárþörf
Þjónusta við húsfélög
Þjónustuleið 1 Þjónustuleið 2 Þjónustuleið 3
Þjónusta við húsfélög
Þrif, sorpumsjón, garðaumsjón, tryggingar og fleira
Útvegun iðnaðarmanna í smærri viðhaldsverkefni
Aðstoð við stærri framkvæmdir
Upplýsingar til eigenda um réttindi og skyldur
Almenn ráðgjöf um úrlausn ágreiningsmála

„Það er margt sem þarf að gera í svona stóru húsfélagi eins og við erum í; fá smiði, pípulagningarmenn og alls kyns viðgerðir sem koma upp á og við höfum getað leitað til Eignaumsjónar með alla þá þjónustu.“

-Sigríður Þórðardóttir | Hörðukór 3

Gagnlegar upplýsingar



Lög um fjöleignarhús

Um fjöleignarhús gilda sérstök lög nr. 26 6. apríl frá 1994 en lögin haf að geyma reglur um réttindi og skyldur eigenda fjöleignarhúsa. Lögin hafa tekið nokkrum breytingum frá setningu laganna en það er Velferðarráðuneytið sem fer með lögin.
Lög um fjöleignarhús


Réttindi og skyldur í fjöleignarhúsum

Eigendur fjöleignarhúsa bera sameiginlega ábyrgð á kostnaði við rekstur sameignar, þ.e. öllum sameiginlegum kostnaði sem ber að skipta niður á einingar í samræmi við eignaskiptayfirlýsingu hússins.
Fara á síðu stjórnaráðs um réttindi og skyldur í fjöleignahúsum


Húsfundir

Æðsta vald í málefnum húsfélaga er í höndum húsfundar. Húsfundir eru tvenns konar, annars vegar aðalfundir sem haldnir eru einu sinni á ári á tímabilinu janúar til apríl og hins vegar almennir húsfundir.
Fara á síðu stjórnarráðs um húsfundi


Kærunefnd húsamála

Kærunefnd húsamála er nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um ágreining milli eigenda í fjöleignahúsum, milli leigjenda og leigusala íbúðar- og atvinnuhúsnæðis og milli leigusala og leigutaka lóða undir hús í frístundabyggð.

Úrskurði nefndarinnar má skoða hér

Sendu okkur línu

Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl. Þú getur líka sent okkur línu á
thjonusta@eignaumsjon.is eða haft beint samband í síma 585-4800



Suðurlandsbraut 30



585 4800



thjonusta@eignaumsjon.is

Contact Details

Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800

  • Follow
  • Follow