
Rafbílahleðsluþjónusta fyrir húsfélög
Eignaumsjón er leiðandi í faglegri þjónustu við fjöleignarhús á Íslandi. Við aðstoðum húsfélög við að koma upp hleðslukerfum rafbíla sem er eitt af grunnkerfum fjölbýlishúsa og eykur virði fasteigna. Þjónustan nær
til ástandsgreiningar, öflunar tilboða, ákvörðunartöku, reksturs og sjálfvirkrar innheimtu með réttri skiptingu kostnaðar milli húsfélags og notenda.
Hlutlaus úttekt á aðstæðum

Húsfélagi ber lögum samkvæmt að láta gera úttekt á hleðsluaðstöðu þegar ósk berst um uppsetningu bílarafhleðslu. Sérfræðingar Eignaumsjónar vinna úttektarskýrslur fyrir húsfélög með ástandsgreiningu og verk- og kostnaðaráætlun.
- Skýrslan, sem er eign húsfélagsins, nýtist við verðsamanburð á raflögnum, búnaði og rekstri.
Öflun tilboða og samanburður

Eignaumsjón gerir verðkannanir fyrir húsfélög og aflar tilboða hjá helstu seljendum rafhleðslukerfa á grundvelli fyrirliggjandi verk- og kostnaðaráætlunar. Sérfræðinga Eignaumsjónar bera saman tilboð og vinna minnisblað til stjórnar húsfélags um besta valkost með tilliti til heildarkostnaðar við rekstur rafhleðslukerfis til 10 ára.
- Eignaumsjón sækir um styrki vegna rafhleðslukerfa og endurgreiðslu virðisaukaskatts.
Upplýst og lögmæt ákvörðun

Eignaumsjón aðstoðar húsfélög við kynningu á tilboðum og tillögu um kaup á rafhleðslukerfi sem skal afgreiða á löglega boðuðum húsfundi, skv. 33. gr. fjöleignarhúsalaga.
- Húsfélag semur við búnaðarsala um uppsetningu rafhleðslukerfis í kjölfar ákvörðunar.
Sjálfvirk innheimta og rekstur

Eignaumsjón annast rekstur, umsjón og eftirlit með rafhleðslukerfum. Innifalið er sjálfvirkur álestur og innheimta úr helstu hleðslukerfum, s.s. frá Faradice, Hleðsluvaktinni, Ískraft, Ísorku, N1, Rafbox og Raflausnum. Eignaumsjón tryggir að greiðslur vegna notkunar bílarafmagns berist til réttra viðtakenda.
- Viðskiptavinir Eignaumsjónar fá hagstæðasta raforkuverð á markaði á hverjum tíma. Ef notkunin er innheimt með húsgjöldum, lækkar kostnaður við greiðslumiðlun.
- Yfirlit og gögn vegna rafbílaþjónustu eru aðgengileg í Húsbók – mínum síðum eigenda – á eignaumsjon.is.
Rafbílahleðsluþjónusta Eignaumsjónar
“Þægilegt í alla staði,” segir Jón Ragnars, formaður húsfélagsins í Laufvangi 2-10 í Hafnarfirði um rafhleðslukerfið sem félagið naut aðstoðar Eignaumsjónar við að setja upp, í kjölfar úttektar á hvaða kostir hentuðu félaginu best.
Smellið á graf til að stækka.