Mannauður
Eignaumsjón leggur ríka áherslu á að fá hæft og traust starfsfólk til starfa hjá fyrirtækinu til framtíðar. Markmið félagsins er að skapa jákvæðan og hvetjandi vinnustað og styðja við starfsfólk.
Áhersla er lögð á jafnrétti kynja og hefur félagið sett sér jafnréttisáætlun, sem samþykkt hefur verið af Jafnréttisstofu.
Félagið hefur einnig sett sér jafnlaunastefnu og öðlaðist jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu í febrúar 2023.
Um vinnustaðinn
Hjá Eignaumsjón er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda. Vinnan er bæði krefjandi og skemmtilegt og liðsheildin góð, sem skilar sér í árangri og líflegu vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagmennsku. Við leggjum mikið upp úr teymavinnu og góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og umhverfi þar sem öllum líður vel.
Eignaumsjón býður starfsfólki upp á fjölbreytta fræðslu til að efla færni og þekkingu. Tækifæri eru einnig til staðar fyrir starfsfólk að sækja námskeið til að efla sig í starfi. Félagið styrkir einnig starfsfólk til íþróttaiðkunar eða annarrar heilsuræktar.
Jafnréttisáætlun og jafnlaunastaðfesting
Áhersla er lögð á jafnrétti kynja og hefur Eignaumsjón sett sér jafnréttisáætlun sem samþykkt hefur verið af Jafnréttisstofu, í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Markmiðið er að allt starfsfólk njóti sömu virðingar og hafi jöfn tækifæri óháð kyni til að þróast í starfi með því að takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Við metum allt starfsfólk að verðleikum og leggjum áherslu á að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum.
Jafnframt hefur Eignaumsjón öðlast jafnlaunastaðfestingu hjá Jafnréttisstofu. Til að öðlast staðfestinguna hefur félagið sett sér jafnlaunastefnu, sem felur m.a. í sér að allt starfsfólk fær sömu laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Jafnframt var gerð starfaflokkun, launagreining og áætlun um úrbætur, þar sem það á við og þær upplýsingar sendar Jafnréttisstofu ásamt samantekt æðstu stjórnenda.
Sjá nánar hér um þær kröfur sem gerðar eru til að öðlast jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu: https://www.jafnretti.is/is/vinnumarkadur/jafnlaunastadfesting/jafnlaunastadfesting