Fundarsalir til leigu – Suðurlandsbraut 30
Funda- og ráðstefnusalir eru til leigu hjá Eignaumsjón á Suðurlandsbraut 30, 2. hæð, miðsvæðis í Reykjavík. Þeir henta vel fyrir bæði fundi, ráðstefnur, fyrirlestra, námskeið og kennslu og geta líka verið góður kostur fyrir þá sem þurfa að leigja sal eða vinnurými á föstum tímum, t.d. einu sinni í viku eða oftar. Salirnir eru misstórir. Stærsti salurinn tekur allt að 120 manns í sæti, sá næst stærsti tekur 50 manns í sæti, tveir salir taka 25 manns í sæti hvort og einn er 12-14 manna salur með fundarborði í miðju.

Salirnir eru í bakshúsinu á 2. hæð á Suðurlandsbraut 30. Inngangur í salina er um merktar dyr á suðurhlið bakhússins frá efra bílastæðinu, þar sem eru næg stæði fyrir fundargesti, sem og á neðra bílastæðinu. Gott aðgengi og þægileg aðkoma er fyrir jafnt gangandi, hjólandi sem akandi fundargesti að Suðurlandsbraut 30. Strætóstoppistöðvar eru einnig framan við húsið, beggja vegna Suðurlandsbrautar.
- Salirnir eru til útleigu alla daga vikunnar, bæði að degi til og kvöldi. Leigutími er að jafnaði 2 klst. Fast tímagjald er innheimt fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram leigutíma.
- Innifalið í leigu er; fundarsalur, stólar, borð fyrir fundarstjóra og fráleggsborð, afnot af upplýsingaskjá og borðtölvu.
- Ef óskað er eftir að nota fjarfundarbúnað þarf að taka það fram þegar gengið er frá salarleigu og fær leigutaki þá leiðbeiningar um virkjun búnaðar. Greitt er sérstaklega fyrir afnot af fjarfundarbúnaði.
- Hægt er að fá kaffiuppáhelling milli kl. 8-17 á virkum dögum. Sjálfsali með drykkjum og fleiru er til staðar.
- Gott aðgengi er að salernisaðstöðu á hæðinni og hjólastólaaðgengi er til staðar.
- Við skil er miðað við að frágangur í fundarsölum sé með sama hætti og tekið var við þeim og umgengi þrifaleg.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 585-4800. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is
S1-Bláfjöll: Salurinn, tekur allt að 120 manns í sæti. Hann er bjartur og snyrtilegur og með góðri loftræstingu. Þráðlaust net, tölvu- og fjarfundarbúnaður er í salnum, ásamt 98 tommu upplýsingaskjá (led) sem getur tengst fartölvu ef óskað er og Yealink fundarsalalausn.
S6-Esja: Salurinn tekur allt að 50 manns í sæti. Hann er snyrtilegur og með góðri lýsingu og loftræstingu. Tölvu- og fjarfundarbúnaður og þráðlaust net er í salnum, ásamt 85 tommu upplýsingaskjá (led) sem getur tengst fartölvu ef óskað er og Yealink fundarsalalausn.