• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Bílastuð
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Störf í boði
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
  • Húsbókin
Select Page

Húsbók – mínar síður eigenda

Húsbókin er rafræn þjónustu- og upplýsingaveita á eignaumsjon.is fyrir eigendur í hús- og rekstrarfélögum í þjónustu Eignaumsjónar. Allir þurfa að samþykkja skilmála Húsbókarinnar með netfangi sínu þegar farið er inn í Húsbókina í fyrsta sinn.

Í Húsbókinni er leitast við að safna saman og gera aðgengileg öll helstu gögn viðkomandi húsfélags. Til dæmis má benda á að í aðdraganda hús- og aðalfunda eru fundargögn aðgengileg til upplýsingar og skoðunar fyrir fund.

Hvaða gögn er hægt að skoða?

Eigendur sjá m.a.:

» Húsgjöldin sín (greiðsluseðla/kröfusögu)
» Fundargerðir
» Ársreikninga
» Kostnaðaráætlanir» Tryggingarskírteini
» Ýmis gögn sem snúa að viðhaldi og framkvæmdum húsfélagsins

Stjórnarmenn sjá m.a.:

» Daglega fjárhagsstöðu húsfélags
» Stöðu bankareikninga
» Útistandandi húsgjöld/framkvæmdagjöld
» Stöðu innheimtukrafna allra greiðenda
» Eftirlitsskýrslur húsumsjónar, ef við á
» Önnur gögn sem snúa að stjórn húsfélagsins

Þjónustubeiðnir

Hægt er að senda ýmsar þjónustubeiðnir rafrænt í gegnum Húsbókina. Þar má t.d. nefna nafnabreytingar og eigendaskipti, breytingar á heimilisfangi, yfirlýsingu húsfélags, beiðnir vegna útlagðs kostnaðar o. fl.

Innskráning í Húsbókina er aðgangsstýrð, til að tryggja að einungis þeir sem eiga rétt á að skoða umrædd gögn hafi aðgang að þeim. Notandi er skráður með kennitölu greiðanda og/eða eiganda og fer innskráning fram í gegnum island.is, með rafrænum skilríkjum í snjallsíma eða íslykli. Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá Íslands, sjá nánari upplýsingar á island.is.

Aðgengilegar upplýsingar auka gagnsæi og virði eigna

Eignaumsjón lítur á Húsbókina sem mikilvægt skref í átt að því að veita eigendum fasteigna ítarlegar og gagnlegar upplýsingar og mun leitast við að efla hana enn frekar í framtíðinni. Það er okkar mat að aðgengilegar upplýsingar auka virði eigna og þess njóta þær eignir sem tengjast hús- og rekstrarfélögum í þjónustu Eignaumsjónar.

AÐSTOÐ

Hafa samband

Skrifstofan er opin frá kl. 9-16 mánudaga til fimmtudaga og kl. 9-15 á föstudögum. Hægt er að hafa samband í tölvupósti á
thjonusta@eignaumsjon.is, í netspjalli eða í síma 585-4800.

Almennar fyrirspurnir

  • Tilkynning um eigenda- og aðsetursskipti
  • Upplýsingar um húsgjöld og greiðsluseðla
  • Beiðni um viðhald og þjónustu verktaka
  • Tilboðsbeiðnir
  • Fyrirspurnir um þjónustuna

Senda póst

Húsfélög

  • Samskipti við gjaldkera húsfélaga og rekstrarfélaga
  • Samskipti við gjaldkera Eignaumsjónar

Senda póst

Yfirlýsingar húsfélaga

  • Beiðnir um yfirlýsingar húsfélaga
  • Samskipti varðandi yfirlýsingar húsfélaga

Senda póst

Viltu skrá þig á póstlistann okkar?
Takk fyrir skráninguna

Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800

  • Follow
  • Follow