Spurt og svarað
Hvað er innifalið í þjónustunni?
Hverjir geta tekið ákvörðun um framkvæmdir?
Hvernig kemst ég inn í Húsbókina?
Innskráning í Húsbókina er aðgangsstýrð til að tryggja gagnaöryggi. Smellið á hlekkinn HÚSBÓKIN uppi til hægri á stikunni á heimasíðu Eignaumsjóna og þá kemur upp innsrkáningarsíða til að ská sig inn. Notandi (eigandi/greiðandi) skráir sig inn með kennitölu og rafrænum skilríkjum, s.s. í snjallsíma eða með auðkennisappi. Þá geta bæði einstaklingar og prókúruhafar fyrirtækja heimilað öðrum að fara með málefni viðkomandi einstaklings eða lögaðila í Húsbókinni. Hlekkur til að veita umboð er á eignaumsjon.is/umbod-fyrir-husbokina.
Hvernig er með samþykki reikninga sem húsfélagið greiðir?
Greiðsluseðillinn er ekki kominn í heimabankann minn, hvar sé ég hann?
Kröfur vegna húsgjalda og framkvæmdagjalda stofnast í heimabönkum greiðenda. Greiðsluseðlar birtast ekki undir rafræn skjöl í heimabankanum. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út í bréfpósti nema um slíkt sé beðið sérstaklega. Greiðsluseðlar eru aðgengilegir greiðendum í húsbókinni á heimasíðu Eignaumsjónar.
Fara húsfélagskröfur sjálfkrafa í innheimtu ef vanskil verða?
Hvar er hægt að sjá hverjir eru í stjórn húsfélagsins?
Upplýsingar um stjórn húsfélagsins er að finna í húsbókinni á heimasíðu Eignaumsjónar.
Á hverju byggjast kostnaðaráætlanir húsfélaga?
Hvernig skal tilkynna um tjón sem falla undir tryggingar húsfélags?
Eigandi tilkynnir sjálfur um tjón í séreign sinni til tryggingarfélags húsfélagsins. Finna má tryggingarskírteini og um hvaða tryggingarfélag ræðir í Húsbókinni (mínar síður eigenda) á vef Eignaumsjónar.
Hvar finn ég fundargerðir húsfélagsins?
Fundargerðir birtist í húsbók húsfélagsins á heimasíðu Eignaumsjónar. Það geta liðið nokkrir dagar frá fundi þar til fundargerð er aðgengileg.
Get ég fengið fundarboð í tölvupósti?
Hægt er að fá sent fundarboð í tölvupósti og hvetjum við eigendur til þess að nýta sér þann möguleika. Ef eigandi óskar eftir að fá fundarboð sent í tölvupósti getur hann fyllt út beiðni í Húsbókinni með réttu netfangi og staðfest ósk um að nota það fyrir fundarboðun.
Hvernig ársreikningi er skilað?
Fyrir aðalfund ár hvert er unninn ársreikningur fyrir húsfélagið. Ársreikningurinn inniheldur rekstrarreikning með sundurliðun á hlutfallsskiptum og jafnskiptum rekstrargjöldum, efnahagsreikning og sundurliðanir ásamt rekstraruppgjöri í sumum tilvikum. Fært er viðskiptamannabókhald þar sem hver eign er í raun viðskiptamaður, enda eignin sem stendur skil á húsgjöldum til húsfélagsins. Nýr ársreikningur er aðgengilegur í húsbókinni fyrir aðalfund húsfélags. Þar eru jafnframt eldri ársreikningar aðgengilegir.
Hvernig er gjöldum skipt í jafnskipt og hlutfallsskipt húsgjöld ?
Fyrir aðalfund ár hvert er unninn ársreikningur fyrir húsfélagið. Ársreikningurinn inniheldur rekstrarreikning með sundurliðun á hlutfallsskiptum og jafnskiptum rekstrargjöldum, efnahagsreikning og sundurliðanir ásamt rekstraruppgjöri í sumum tilvikum. Fært er viðskiptamannabókhald þar sem hver eign er í raun viðskiptamaður, enda eignin sem stendur skil á húsgjöldum til húsfélagsins. Nýr ársreikningur er aðgengilegur í húsbókinni fyrir aðalfund húsfélags. Þar eru jafnframt eldi ársreikningar aðgengilegir.
Hvað er innifalið í Húsumsjón?
Húsumsjón felur í sér reglulegar eftirlitsferðir þar sem fylgst er með kerfum, þjónustuaðilum, umgengni og smærri viðhaldsverkefnum sinnt. Eða eins og einn viðskiptavina orðaði það: „Húsumsjónin er eins og starf húsmóðurinnar að því leyti að það tekur enginn eftir því hvað er gert fyrr en þjónustan hættir.“
Hvaða gögn eru í Húsbókinni?
Í húsbókinni, sem er aðgengileg á heimasíðu Eignaumsjónar, geta viðskiptavinir nálgast helstu gögn síns húsfélags, s.s. fundargerðir, húsgjöld (greiðsluseðla og kröfusögu), tryggingar og ársreikninga o.fl. Stjórnarmenn geta séð daglega fjárhagsstöðu húsfélagsins, stöðu bankareikninga, útistandandi kröfur og stöðu innheimtukrafna.
Hvernig er eftirlitsferðum Húsumsjónar háttað?
Tíðni eftirlitsferða er ákveðin í upphafi samnings. Vikulegar heimsóknir eru algengar. Í tengslum við eftirlitsferðir verður til skýrsla þar sem fram koma helstu aðgerðir og verkefni sem unnin hafa verið. Þessi skýrsla er aðgengileg stjórn húsfélagsins í húsbók félagsins á heimasíðu Eignaumsjónar.