Eignaumsjón – lykill að fasteignarekstri
Félagið Eignaumsjón hf., sem var stofnað aldamótaárið 2000, býður húsfélögum um atvinnu- og íbúðarhúsnæði víðtæka þjónustu við rekstur fasteigna, sem og fyrirtækjum og einstaklingum sem eru í fasteignarekstri.
Eignaumsjón er leiðandi á Íslandi í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna, enda býr félagið yfir víðtækri reynslu og þekkingu í rekstri fjöleignarhúsa eftir hátt í aldarfjórðungs starfsemi. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, gæðamál, öryggi og skýra verkferla.
Þróttmikill vöxtur hefur verið í starfsemi Eignaumsjónar undanfarin ár. Fjárhagsleg staða er styrk og fyrirtækið er með starfsábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingarfélagi.

Yfir 20 ára þekking og reynsla
» Brautryðjandi í rekstrarumsjón og eignarekstri á Íslandi
» Yfir 900 hús- og rekstrarfélög í þjónustu með um 19.300 fasteignum
» Markviss og hagkvæmur rekstur einfaldar störf stjórna og sparar tíma
» Við leysum málin með sérþjálfuðu starfsfólki og vel útfærðum verkferlum

Markmið Eignaumsjónar
» Gera rekstur fjöleignarhúsa markvissari og hagkvæmari
» Auðvelda stjórnarstörf í húsfélögum
» Veita góða yfirsýn yfir rekstur
» Jafna sveiflur í útgjöldum
» Viðhalda verðmæti fasteigna
Skipurit Eignaumsjónar
Frá hausti 2023 fellur starfsemi Eignaumsjónar undir tvö meginsvið: fjármálasvið og þjónustusvið og fjögur stoðsvið; atvinnuhús, sala og samskipti, þróun, tækni.
Stjórn Eignaumsjónar:
» Guðjón Ármann Jónsson stjórnarformaður
» Hákon Björnsson meðstjórnandi
» Jón Ármann Guðjónsson meðstjórnandi
Framkvæmdastjórn Eignaumsjónar:
» Daníel Árnason framkvæmdastjóri
» Ágústa Katrín Auðunsdóttir, forstöðumaður fjármálasviðs
» Gunnþór Steinar Jónsson, forstöðumaður þjónustusviðs