Eignavöktun – aðgangsstýringar og öryggiskerfi
Eignaumsjón aðstoðar húsfélög við að koma upp aðgangsstýringum og öryggiskerfum í fjölbýlishúsum og bílageymslum og annast einnig rekstur og umsjón slíkra kerfa fyrir húsfélög.
Mikil aukning hefur verið í uppsetningu aðgangsstýringa- og öryggiskerfa. Það er reynsla okkar að þessi kerfi krefjast ábyrgrar og faglegrar umsjónar, til að tryggja betri yfirsýn, verkeftirlit og kostnaðargát. Til að ná fram skilvirkari og hagkvæmari lausnum í öryggismálum bjóðum við húsfélögum upp á þríþætta þjónustuleið sem við köllum Eignavöktun.
Úttekt og verðkönnun
Eignaumsjón býður faglega og hlutlausa úttekt á öryggismálum í fjölbýlishúsum og bílageymslum.
- » Sérfræðingur skoðar fasteign í samráði við stjórn húsfélags og útbýr skýrslu með tillögu að miðlægu aðgangsstýringar- og/eða öryggiskerfi, byggt á áhættugreiningu viðkomandi fasteignar
- » Tillaga að verk- og kostnaðaráætlun fylgir með skýrslu til stjórnar
- » Öflun tilboða, samanburður þeirra og greining
- » Minnisblaði, með hag húsfélagsins að leiðarljósi, er skilað til stjórnar fyrir ákvarðanatöku
Eftirlit með uppsetningu
Eignaumsjón sér um eftirlit með uppsetningu aðgangsstýringa- og öryggiskerfa í fjölbýlishúsum og bílageymslum fyrir hönd húsfélaga og tryggir að það sé gert í samræmi við tilboð m.t.t. efnis, vinnu og virkni.
- » Reglubundin rýni á framvindu verks til undirbúnings og samþykktar húsfélags á reikningum
- » Prófanir og skilamat
Rekstur og umsjón
Til að stjórnir húsfélaga hafa góða yfirsýn yfir rekstrarkostnað aðgangsstýringa- og öryggiskerfa þarf stýring og umsjón að vera trygg og ábyrg. Eignaumsjón tekur að sér rekstur, umsjón og umsýslu slíkra kerfa í umboði hússtjórna í fjölbýlishúsum.
- » Þjónustan felur í sér eftirlit með stöðu og virkni kerfa í rauntíma
- » Íbúar/notendur hafa aðgang að þjónustuveri, varðveisla gagna er tryggð, sem og rétt skráning rétthafa
- » Innheimt er fyrir þjónustuna með húsgjöldum, sem lækkar kostnað. Sanngjarnt greiðslu og innheimtukerfi – sá greiðir sem notar.