• Facebook
  • Instagram
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Rekstrarfélög
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Um okkur
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Spurningar og svör
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Hafa samband
  • Fréttir
    • Greinar
  • Húsbókin
Select Page

Tveggja árAtuga reynsla í
rekstri húsfélaga!

Hafðu samband

Hlutleysi og fagleg
umsjón atvinnufélaga

Hafðu samband

Húsumsjón – húsvörður
í hlutastarfi

Hafðu samband

íbúðir/einingar

í okkar umsjón

starfsmenn

eru á skrifstofu okkar

ára reynsla

í umsjón húsfélaga

aðal- og húsfundir

á okkar vegum árið 2020

Þjónusta Eignaumsjónar

Fjármál

N

Umsjón með fjármálum og bókhaldi

N

Innheimta og greiðsla reikninga

N

Ársreikningagerð og vsk-endurgreiðslur

N

Húsaleiguinnheimta með sérsniðnu innheimtukerfi

N

Samningar Eignaumsjónar við þjónustuaðila um afsláttarkjör

Fundir og samskipti

N

Fundarboð, -stjórn og -ritun

N

Umsjón og undirbúningur aðalfunda

N

Umsjón húsfélagsfunda

N

Samskipti við leigutaka

N

Útvegun þjónustu og samskipti við iðnaðarmenn

Ráðgjöf

N

Rekstrarráðgjöf og tillögur að hús- og framkvæmdargjöldum

N

Ráðgjöf um hagkvæmni og hagræðingu í rekstri

N

Húsumsjón - eftirlit með búnaði og sameign

N

Öflun tilboða - tryggingar og þjónusta sameignar

N

Ráðgjöf og lagaleg aðstoð í vafa- og deilumálum

Spurt og svarað

Hvað er innifalið í þjónustunni?
Eignaumsjón býður húsfélögum þrjár mismunandi leiðir í þjónustunni allt eftir því hvers mikla þjónustu húsfélög vilja nýta sér. Þjónustuleið 1 snýr að öllu sem tengist fjármálum húsfélagsins, í þjónustuleið 2 bætist við að halda utan um aðalfundinn og í þjónustuleið 3 er innifalin útvegun þjónustu í gegnum þjónustuverið og ráðgjöf varðandi reksturinn. Nánari upplýsingar um hvað er innifalið í þjónustuleiðunum er að finna á heimasíðunni.
Hverjir geta tekið ákvörðun um framkvæmdir?
Ákvarðanir um framkvæmdir og viðhald sameignar eru jafnan teknar á húsfundum. Samhliða ákvörðun um viðhaldsframkvæmdir þarf einnig að huga að því hvernig húsfélagið hyggst fjármagna framkvæmdirnar og ákveða fyrirkomulag innheimtu fyrir framkvæmdunum.
Hvernig kemst ég inn í Húsbókina?

 Smellið á hlekkinn HÚSBÓKIN uppi til hægri á stikunni á heimasíðu Eignaumsjóna og þá kemur upp innsrkáningarsíða til að ská sig inn með rafrænum skilríkjum, eða með íslykli, í gegnum www.island.is. Notandi er skráður með kennitölu greiðanda og/eða eiganda.

Hvernig er með samþykki reikninga sem húsfélagið greiðir?
Með sérstöku samþykktarkerfi er óskað eftir staðfestingu á greiðslu reikninga fyrir hönd húsfélagsins. Algengast er að formaður stjórnar eða stjórn staðfesti eða samþykki reikninga. Stjórn getur hins vegar ákveðið að hafa samþykktarferlið með öðrum hætti. Reikningar sem byggja á samningi eru greiddir en kallað er eftir samþykki fyrir greiðslu annarra reikninga.
Greiðsluseðillinn er ekki kominn í heimabankann minn, hvar sé ég hann?

Kröfur vegna húsgjalda og framkvæmdagjalda stofnast í heimabönkum greiðenda. Greiðsluseðlar birtast ekki undir rafræn skjöl í heimabankanum. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út í bréfpósti nema um slíkt sé beðið sérstaklega. Greiðsluseðlar eru aðgengilegir greiðendum í húsbókinni á heimasíðu Eignaumsjónar.

Fara húsfélagskröfur sjálfkrafa í innheimtu ef vanskil verða?
Eitt af lykilatriðum í fjármálaþjónustunni okkar er örugg innheimta húsgjalda og vanskil ávallt meðhöndluð sjálfkrafa samkvæmt föstu innheimtuferli. Innheimtunni er fylgt eftir með áminningum og viðvörunum bréf- og símleiðis, ef ekki er greitt á réttum tíma skv. ákveðnu innheimtuferli. Ef ekkert gerist og engar greiðslur berast í þrjá mánuði frá eindaga fer málið í löginnheimtu. Húsgjöld og framkvæmdainnheimtur bera lögveð í eitt ár frá gjalddaga kröfunnar og því er mikilvægt að innheimtuferlinu sé fylgt eftir svo lögveð glatist ekki.
Hvar er hægt að sjá hverjir eru í stjórn húsfélagsins?

Upplýsingar um stjórn húsfélagsins er að finna í húsbókinni á heimasíðu Eignaumsjónar.

Á hverju byggjast kostnaðaráætlanir húsfélaga?
Kostnaðaráætlun byggir fyrst og fremst að rauntölum úr rekstri. Horft er til þess hvernig kostnaður hefur þróast síðustu mánuði og ár ásamt því að taka mið af verðlagshækkunum. Einnig kemur reynsla og þekking Eignaumsjónar, sem vinnur að áætlanagerð fyrir fjöldann allan af húsfélögum, að góðum notum. Mikilvægt er jafnframt að koma upplýsingum frá stjórn húsfélags inn í áætlanagerðina, m.a. ef ákveðin verkefni eru á döfinni svo hægt sé að áætla fyrir slíkum útgjöldum.
Hvar finn ég fundargerðir húsfélagsins?

Fundargerðir birtist í húsbók húsfélagsins á heimasíðu Eignaumsjónar. Það geta liðið nokkrir dagar frá fundi þar til fundargerð er aðgengileg.

Get ég fengið fundarboð í tölvupósti?

Hægt er að fá sent fundarboð í tölvupósti og hvetjum við eigendur til þess að nýta sér þann möguleika. Ef eigandi óskar eftir að fá fundarboð sent í tölvupósti getur hann  fyllt út beiðni  í húsbókinni með réttu netfangi og staðfest ósk um að nota það fyrir fundarboðun.

Hvernig ársreikningi er skilað?

Fyrir aðalfund ár hvert er unninn ársreikningur fyrir húsfélagið. Ársreikningurinn inniheldur rekstrarreikning með sundurliðun á hlutfallsskiptum og jafnskiptum rekstrargjöldum, efnahagsreikning og sundurliðanir ásamt rekstraruppgjöri í sumum tilvikum. Fært er viðskiptamannabókhald þar sem hver eign er í raun viðskiptamaður, enda eignin sem stendur skil á húsgjöldum til húsfélagsins. Nýr ársreikningur er aðgengilegur í húsbókinni fyrir aðalfund húsfélags. Þar eru jafnframt eldi ársreikningar aðgengilegir.

Hvernig er gjöldum skipt í jafnskipt og hlutfallsskipt húsgjöld ?
Kostnaður húsfélaga er ýmist hlutfallsskiptur eða jafnskiptur kostnaður og byggir það á þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu hússins og lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Meginreglan er hlutfallsskipting samkvæmt A-lið 45.gr. laganna en undantekningar tilteknar í B-lið sömu lagagreinar. Almennt til einföldunar má segja að framkvæmdir og hiti er hlutfallsskiptur kostnaður en almennur rekstur fellur alla jafna undir jafnskiptan kostnað.
Hvað er innifalið í húsumsjón?
Húsumsjón felur í sér reglulegar eftirlitsferðir þar sem fylgst er með kerfum, þjónustuaðilum, umgengni og smærri viðhaldsverkefnum sinnt. Eða eins og einn viðskiptavina orðaði það: „Húsumsjónin er eins og starf húsmóðurinnar að því leyti að það tekur enginn eftir því hvað er gert fyrr en þjónustan hættir.“
Hvaða gögn eru aðgengileg í Húsbókinni?

Í húsbókinni, sem er aðgengileg á heimasíðu Eignaumsjónar, geta viðskiptavinir nálgast helstu gögn síns húsfélags, s.s. fundargerðir, húsgjöld (greiðsluseðla og kröfusögu), tryggingar og ársreikninga o.fl. Stjórnarmenn geta séð daglega fjárhagsstöðu húsfélagsins, stöðu bankareikninga, útistandandi kröfur og stöðu innheimtukrafna.

Hvernig er eftirlitsferðum húsumsjónar háttað?

Tíðni eftirlitsferða er ákveðin í upphafi samnings. Vikulegar heimsóknir eru algengar. Í tengslum við eftirlitsferðir verður til skýrsla þar sem fram koma helstu aðgerðir og verkefni sem unnin hafa verið. Þessi skýrsla er aðgengileg stjórn húsfélagsins í húsbók félagsins á heimasíðu Eignaumsjónar.

Hvernig er farið með endurgreiðslur á virðisauka/vsk-greiðslur?
Verkkaupi getur fengið endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, í takt við átakið „Allir vinna“ hjá Skattinum. Húsfélagið er verkkaupi og sækir Eignaumsjón um endurgreiðslu fyrir hönd húsfélaga jafnt og þétt yfir árið. Í stórum viðhaldsframkvæmdum getur endurgreiðslan oft á tíðum verið há upphæð en það ber þó að nefna að húsfélagið þarf að greiða reikning áður en hægt er að fá endurgreiðslu frá Skattinum. Það er því mikilvægt að fjármagna framkvæmdina að fullu og deila síðan út endurgreiðslunni, t.d. með framkvæmdauppgjöri í lok verks.

Umsagnir viðskiptavina

Sjáðu hvað okkar viðskiptavinir hafa að segja

Sem aðili að húsfélagi þar sem starfsemi hafði legið í dvala og margt verið látið reka á reiðanum kom Eignaumsjón sterk inn og hjálpaði okkur að koma rekstrinum í gott horf aftur. Endurskipulagning gekk mjög vel og utanumhald utan um daglegan rekstur í framhaldi hefur verið í föstum skorðum. Það er okkar reynsla að starfsfólk Eignaumsjónar sé ætíð til staðar fyrir sína viðskiptavini, viðbragðstími vegna fyrirspurna og aðstoðar stuttur og gögn og upplýsingar ávallt til og aðgengilegar.Sem aðili að húsfélagi þar sem starfsemi hafði legið í dvala og margt verið látið reka á reiðanum kom Eignaumsjón sterk inn og hjálpaði okkur að koma rekstrinum í gott horf aftur. Endurskipulagning gekk mjög vel og utanumhald utan um daglegan rekstur í framhaldi hefur verið í föstum skorðum. Það er okkar reynsla að starfsfólk Eignaumsjónar sé ætíð til staðar fyrir sína viðskiptavini, viðbragðstími vegna fyrirspurna og aðstoðar stuttur og gögn og upplýsingar ávallt til og aðgengilegar.

Helga Sigrún Harðardóttir
formaður rekstrarfélagsins Þórunnartún 2

Við erum mjög sátt við þjónustuna hjá Eignaumsjón sem sér um fjármál og fundi fyrir okkur, útvegar þjónustu og annast húsumsjón eftir að við hættum með húsvörð. Þá völdum við Eignaumsjón vegna reynslu og þekkingar þeirra og hefur samstarfið gengið eintaklega vel. Húsumsjónarmennirnir mæta vikulega til okkar, sinna minniháttar viðhaldi og fleiru og tryggja að allt sé í standi í sameigninni – sem er afskaplega þægilegt!

Bjarni Ómar Jónsson
formaður húsfélagsins Skúlagata 40, 40a og 40b (68 eignir/íbúðir)

Því fylgir mikil ábyrgð að vera í stjórn í húsfélagi og því er mikið öryggi að vera í þjónustu hjá fyrirtæki eins og Eignaumsjón, sem sérhæfir sig í slíkum rekstri. Þjónustan er fagleg, aðalfundurinn í traustum höndum, rekstraráætlun er skýr og auðskiljanleg og allt starfsfólk alúðlegt og lausnamiðað. Íbúar eru vel upplýstir þar sem MÍNAR SÍÐUR eru frábær kostur. Stjórnin fær góðan stuðning við öll viðfangsefni. Við í Asparfelli 2-12 erum mjög ánægð með þjónustuna sem við fáum hjá Eignaumsjón.

Birgitta Bóasdóttir
formaður stjórnar húsfélagsins Asparfell 2-12 (196 íbúðir í deildaskiptu félagi)

Samstarf við Eignaumsjón kom reglu á húsfélagið okkar en það hafði verið í ólestri til margra ára. Bókhaldið var ekki uppfært, álagning húsgjalda stóð á veikum grunni, aðalfundir voru tæpast haldnir, upplýsingar um reksturinn voru ófullnægjandi og húsið var sannarlega komið í viðhaldsþörf. Þetta gerbreyttist með aðkomu Eignaumsjónar og nýrrar stjórnar, reglu var komið á bókhald, innheimtu og rekstur og einnig var ráðist í umtalsverðar viðhaldsframkvæmdir þegar búið var að taka lögmæta ákvörðum. Stjórn, íbúar og eigendur hússins eru hæstánægðir.

Jónas Friðgeirsson
formaður Eiðistorgi 13-15 (32 eignir/íbúðir og atvinnuhúsnæði)

Þegar ég tók til starfa í húsfélaginu fyrir nokkrum árum var Eignaumsjón ráðin til að sjá um rekstur húsfélagsins og hafa öll samskipti verið hnökralaus. Þegar farið var í stórar framkvæmdir utanhúss, sem stóðu í um tíu mánuði, reyndi mikið á. Eignaumsjón kom að ýmsum málum og voru öll samskipti 100%. Ég tel að ekki hefði verið unnt að vinna að undirbúningi og verkáætlun eins vel og gert var án aðildar Eignarumsjónar og gef ég þar af leiðandi félaginu okkar bestu meðmæli.

Jónína Björk Óskarsdóttir
formaður húsfélagsins Engihjalla 3 (48 íbúða hús)

Rekstur húsfélagsins í Orrahólum 7 tók miklum stakkaskiptum þegar gengið var til liðs við Eignaumsjón. Fjármálum, álagningu húsgjalda, innheimtu þeirra og bókhaldi var komið í lag og er það nú uppfært og greinilegt, öfugt við það sem áður var. Starfsfólk Eignaumsjónar er sérlega þægilegt og vinnur verk sín af trúmennsku og dugnaði. Þjonusta þeirra hefur nýst okkur vel og ég mæli hiklaust með Eignaumsjón sem valkosti fyrir húsfélög!

Gunnar Valur Jónsson

fyrrverandi formaður í Orrahólum 7 (52 íbúða hús)

Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald, málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Að fá Eignaumsjón til að sjá um húsfélagið hefur breytt öllu, ekki bara fyrir stjórnina heldur líka fyrir íbúa og eigendur. Starfsfólkið heldur vel utan um dagleg mál, stjórn fær þann stuðning sem nauðsynlegur er og íbúar fá þær upplýsingar sem þarf til að góð sátt ríki innan hússins.

Guðrún Ansnes
fyrrverandi formaður Kleppsvegi 34-38 (26 íbúða hús)

Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin á faglegan hátt. Þjónustan sparar mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að gjaldkera, s.s. umsjón með innheimtu, greiðslu reikninga, færslu bókhalds og undirbúning aðalfundar. Þá hefur reynst dýrmætt að geta leitað til Eignaumsjónar varðandi útvegun aðkeyptrar þjónustu, s.s. trygginga og verktaka. Ég get óhikað mælt með Eignaumsjón.

Jón Ellert Lárusson
fyrrverandi gjaldkeri Blásölum 22 (46 íbúða hús)

Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Húsfélagið er nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt og fannst okkur ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda og sáum við ekki eftir þessari ákvörðun. Við í stjórninni fengum góðan stuðning við daglega stjórn húsfélagsins og hvernig stærri mál eru lögð faglega upp fyrir húsfundi. Með þennan stuðning við bakið gat ég sem formaður stigið fram af öryggi og lagt upp mál sem ég hefði annars ekki gert. Utanhússframkvæmdir sem farið var í gengu vel og afraksturinn varð viðurkenning umhverfissviðs Reykjavíkurborgar sumarið 2010. Þetta vil ég fyrst og fremst þakka góðri þjónustu Eignaumsjónar.

Hjörtur Traustason
fyrrverandi formaður Berjarima 20-28 (30 íbúðir)

Fréttir

Aðalfundir húsfélaga að hefjast hjá Eignaumsjón

Aðalfundir húsfélaga að hefjast hjá Eignaumsjón

Jan 20, 2021 | Fréttir

Fyrstu aðalfundir ársins hjá húsfélögum í þjónustu hjá Eignaumsjón verða haldnir í þessari viku en boðun aðalfunda hjá minni húsfélögum hófst eftir að samkomubann sóttvarnaryfirvalda vegna COVID-19 var rýmkað í liðinni viku. Þrír fundir verða haldnir á morgun,...

Búið að sækja um VSK-endurgreiðslur upp á 375 milljónir árið 2020

Búið að sækja um VSK-endurgreiðslur upp á 375 milljónir árið 2020

Jan 13, 2021 | Fréttir

Um áramót var Eignaumsjón búin að sækja um endurgreiðslu viðrisaukaskatts að upphæð 375 milljónir króna fyrir hönd húsfélaga í þjónustu félagsins vegna endurbóta, viðhalds og reksturs í tengslum við átakið Allir vinna. Þá eru nokkrar umsóknir enn í vinnslu en til...

Nýr liðsmaður fjármálasviðs Eignaumsjónar

Nýr liðsmaður fjármálasviðs Eignaumsjónar

Jan 8, 2021 | Fréttir

Ásdís Bjarkadóttir hefur verið ráðin innheimtufulltrúi hjá Eignaumsjón og hefur hún þegar tekið til starfa. Ásdís er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og stúdentspróf af viðskipafræðibraut Verslunarskóla Íslands. Að loknu háskólanámi starfaði hún...

Myndbönd

husumsjonrekstrarhraunbærhordukormanatun
Responsive WordPress Video Gallery Plugin

Sendu okkur línu

Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl. Þú getur líka sent okkur línu á
thjonusta@eignaumsjon.is eða haft beint samband í síma 585-4800



Suðurlandsbraut 30



585 4800



thjonusta@eignaumsjon.is

Contact Details

Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800

  • Follow
  • Follow