Viltu koma í viðskipti?
Við erum brautryðjendur á Íslandi í rekstrarumsjón fasteigna. Með sérhæfðu og traustu starfsfólki, faglegum vinnubrögðum, gagnsæjum verkferlum og öflugri upplýsingagjöf gerum við rekstur húsfélaga og atvinnuhúsa bæði markvissari og hagkvæmari.
Eru aðgangsstýringar í húsfélaginu í molum?
Við aðstoðum húsfélög við að koma upp aðgangsstýringum og öryggiskerfum í fjölbýlishúsum og bílageymslum með úttekt og verðkönnun. Við tökum líka að okkur eftirlit með uppsetningu þessara kerfa fyrir húsfélög og önnumst einnig rekstur og umsjón þeirra.
Húsbókin ykkar!
Húsbókin, mínar síður eigenda, er upplýsingagátt fyrir alla sem við vinnum fyrir. Þar geta stjórnir og eigendur skoðað rauntímaupplýsingar um sitt félag og sína eign, sent inn rafrænar þjónustubeiðnir og nýtt afslætti sem eru í boði hjá okkur.
Húsumsjón
-reglubundin umsjón með sameigninni!
Húsumsjón er hagkvæm og skynsamleg lausn fyrir stærri hús- og rekstrarfélög. Reglubundin umsjón með sameign fasteignar og grunnkerfum lækkar viðhaldskostnað og tryggir að ástand fasteignarinnar er ávallt eins og best verður á kosið.
fasteignir í okkar umsjón
starfsmaður
ára reynsla í umsjón húsfélaga
aðal-, hús- og stofnfundur árið 2024
Fréttir
Stuðningur við jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar
Þriðja árið í röð leggur Eignaumsjón jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar lið í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort nú fyrir jólin. Stuðningurinn er sem fyrr eyrnamerktur verkefninu Gefðu poka. Aðstoðin jafngildir að þessu sinni 50 matarpokum, sem er sama tala og...
Enn frekari áhersla á stafræna vegferð hjá Eignaumsjón
Breytingar hafa verið gerðar á skipuriti Eignaumsjónar og er Tæknisvið fyrirtækisins nú eitt af meginsviðum starfseminnar, ásamt fjármálasviði og þjónustusviði. Samhliða þessum breytingum hefur forstöðumaður tæknisviðs tekið sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins....
Eignaumsjón fær viðurkenningu sem Mannauðshugsandi fyrirtæki 2024
Þriðja árið í röð er Eignaumsjón í hópi leiðandi íslenskra fyrirtækja sem hafa uppfyllt ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi fyrirtæki. „Þetta er ánægjuleg viðurkenning fyrir okkar 50 manna fyrirtæki og hvatning til að halda áfarm og gera...
Sjáðu hvað okkar viðskiptavinir
hafa að segja
Umsagnir viðskiptavina
Framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Skugga
Kristjana Lind Hilmarsdóttir
Ég hef alltaf átt mjög góð viðskipti við Eignaumsjón sem hefur alfarið séð um að stofna fyrir okkur húsfélög í þeim fjölbýlishúsum sem við höfum byggt. Allt utanumhald er sérlega gott, þau eru með heildarlausnir og klára málin alveg frá A til Ö. Þetta hefur því bara verið algerlega áhyggjulaust fyrir mig og mér finnst það alveg þess virði að kaupa þessa þjónustu, til að tryggja að þessi mál séu í lagi þegar við erum að afhenda eignir í nýjum húsum.
Formaður í húsfélaginu Forsalir 1 í Kópavogi
Rannveig Traustadóttir
Húsfélagið mitt hefur verið í þjónustu hjá Eignaumsjón í tæplega 1 ár. Reynsla mín að þjónustunni er einstaklega góð. Skipulag og framkvæmd funda er til fyrirmyndar og aðgengi að öllum gögnum í húsbókinni mjög gott. Alltaf er brugðist hratt og vel við öllum fyrirspurnum og óskum um aðstoð. Eignaumsjón er annt um að veita fyrsta flokks þjónustu og er hiklaust hægt að mæla með þessu fyrirtæki.
Fyrrverandi formaður í rekstrarfélaginu Þórunnartún 2
Helga Sigrún Harðardóttir
Starfsemi húsfélagsins hafði legið í dvala og margt verið látið reka á reiðanum áður en Eignaumsjón kom sterk inn og hjálpaði okkur að koma rekstrinum í gott horf. Það er mín reynsla að starfsfólk Eignaumsjónar sé ætíð til staðar fyrir sína viðskiptavini, viðbragðstími vegna fyrirspurna og aðstoðar stuttur og gögn og upplýsingar ávallt til og aðgengilegar.
Skoðunarmaður ársreikninga og fyrrverandi formaður í húsfélaginu Skúlagata 40, 40a og 40b
Bjarni Ómar Jónsson
Við erum mjög sátt við þjónustuna hjá Eignaumsjón sem sér um fjármál og fundi fyrir okkur og útvegar þjónustu. Við völdum Eignaumsjón vegna reynslu og þekkingar þeirra og hefur samstarfið gengið eintaklega vel.
Meðstjórnandi og fyrrverandi formaður í húsfélaginu Bólstaðarhlíð 45
Albert Ingason
Samstarfið hefur gengið vel og ég gæfi ekki kost á mér til stjórnarsetu ef húsfélagið nytu ekki þjónustu og stuðnings Eignaumsjónar. Eignaumsjón er heppin með starfsfólk og það er sama hver tekur við erindum, ég fæ alltaf úrlausn fljótt og vel. Þá er vel haldið utan um húsfélagsfundi og fundargögn, skipulag funda er gott og mál ganga hnökralaust fyrir sig. Vel er líka staðið að upplýsingagjöf og geta allir sett sig inn í mál í Húsbókinni, mínum síðum eigenda.
Formaður í húsfélaginu Háaleitisbraut 68 – Austurver
Karl Jónas Gíslason
Við höfum nýtt okkur þjónustu Eignaumsjónar undanfarin ár. Starfsfólk er til fyrirmyndar, bæði hvað varðar bókhald, sem og allra aðra þjónustu, þ. á m. aðalfundi húsfélagsins okkar. Liðlegheit og góð þjónustulund hefur einkennt öll samskipti okkar við starfsfólk Eignaumsjónar.