Íbúðaumsjón – rekstur og eftirlit
Íbúðaumsjón er þjónustuleið fyrir fasteignaeigendur á höfuðborgarsvæðinu, sem búsettir eru erlendis eða annars staðar á landinu. Þjónustan er sérsniðin að þörfum íbúðareiganda og nær til bæði reglubundins eftirlits og reksturs eignarinnar.
Viðskiptavinir þurfa að hafa íslenska kennitölu, vera í heimabankaþjónustu hjá íslenskri bankastofnun og veita Eignaumsjón prókúru að rekstrarreikningum viðkomandi eigna.
Rekstur íbúða
Umsjón með fjármálum sem tengjast fasteign

- » Greiðsla kostnaðar og gjalda
- » Samskipti við fjármálastofnanir og hið opinbera
- » Rekstraruppgjör lagt fram að jafnaði tvisvar á ári
- » Kostnaðaráætlun lögð fram á grundvelli uppgjörs
Þjónustusamningar hjá völdum þjónustufyrirtækjum

- » Samskipti og gerð samninga um þrif- og hreingerningaþjónustu
- » Samskipti og gerð samninga við iðnaðarmenn
- » Samskipti og gerð samninga um sérþjónustu sem óskað er eftir
Eftirlit íbúða

- » Vikulegar eftirlitsheimsóknir og ástandsskoðun íbúða
- » Eftirlit með aðgangs- og öryggiskerfum og samskipti við öryggisfyrirtæki