Jan 25, 2023 | Fréttir
Halldóra Guðrún Jónsdóttir-Scales hefur verið ráðin bókhaldsfulltrúi hjá fjármálasviði Eignaumsjónar og hefur hún þegar tekið til starfa.
Halldóra er viðurkenndur bókari. Hún lauk grunnnámi og bókhaldi fyrir lengra komna hjá Promennt, undirbúningsnámi til viðurkennds bókara hjá Opna háskólanum í HR og er stúdent af hagfræðibraut Fjölbrautarskólans við Ármúla.
Áður en Halldóra kom til Eignaumsjónar var hún fulltrúi hjá Sjúkratryggingum Íslands og verkefnastjóri í slysatryggingum. Þar á undan vann hún m.a. sem þjónustufulltrúi og sérfræðingur hjá tryggingafélaginu Aetna í Bandaríkjunum.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 22 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið vinnur nú fyrir um 800 hús- og rekstrarfélög með hátt í 18.000 íbúðum/eignum. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Jan 13, 2023 | Fréttir
Þór Gíslason hefur tekið til starfa sem ráðgjafi á þjónustusviði Eignaumsjónar og sinnir m.a. verkefnum í tengslum við aðalfundi og húsfundi, ásamt almennri ráðgjöf til viðskiptavina.
Þór er með MSc gráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og BA próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafærði frá Háskólanum á Bifröst.
Áður en Þór kom til Eignaumsjónar starfaði hann hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar frá 2017, m.a. sem forstöðumaður búsetuúrræða. Hann hefur einnig starfað í fjölmörg ár sem fundarstjóri aðalfunda á vegum Eignaumsjónar.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 22 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið er að vinna fyrir um 800 hús- og rekstrarfélög með hátt í 18.000 íbúðum/eignum og starfsmenn eru 33 talsins. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Jan 4, 2023 | Fréttir
Emil Hilmarsson hefur verið ráðinn upplýsingatæknistjóri Eignaumsjónar, sem er nýtt starf hjá félaginu og hefur hann yfirumsjón með tölvutæknimálum fyrirtækisins.
Á ábyrgðarsviði upplýsingatæknistjóra er rekstur tölvu- og netkerfis Eignaumsjónar, þar á meðal umsjón með hugbúnaði, þróun, nýsköpun og framsetningu gagna, s.s. fyrir Húsbók sem er aðgengileg öllum viðskiptavinum félagsins. Upplýsingatæknistjóri sér einnig um uppfærslu á vélbúnaði starfsfólks og kennslu og tekur þátt í vinnu við tölfræði, gæðamál og annað er lítur að tölvutækni í starfsemi fyrirtækisins.
Emil er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Áður en hann kom til Eignaumsjónar var hann deildarstjóri upplýsingatæknideildar Norðuráls í 24 ár, allt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1998. Þar áður var hann kerfistjóri og forritari hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavik í sex ár og forritari hjá Hug hf. í fjögur ár. Samhliða námi og vinnu hefur Emil sinnt stundakennslu í tölvunarfræði í nokkrum mennta- og fjölbrautaskólum í Reykjavík.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 22 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið er að vinna fyrir um 800 hús- og rekstrarfélög með hátt í 18.000 íbúðum/eignum og starfsmenn eru nú 33 talsins. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Jul 20, 2022 | Fréttir
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða annars vegar öflugan bókara á fjármálasvið okkar og hins vegar drífandi og jákvæðan þjónustufulltrúa í þjónustuverið okkar.
Við leitum að áhugasömum og lífsglöðu starfsfólki sem hefur gaman af mannlegum samskiptum og vill auka getu sína í síbreytilegu og lifandi starfsumhverfi meðal góðra samstarfsmanna.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna hér:
Þjónustufulltrúi
Öflugur bókari
Jul 5, 2022 | Fréttir
Hörður Andrésson er nýr húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón. Hann hefur starfað samfellt við smíðar frá árinu 2002, lengst af fyrir Minjavernd við að gera upp gömul hús. Einnig hefur hann unnið við allskyns smíðavinnu fyrir Ístak, m.a. á Grænlandi og í Kaupmannahöfn fyrir Pihl & Søn.
Hörður er bæði menntaður húsasmiður og líffræðingur og vann hann hjá Hafrannsóknarstofnun í allmörg ár, áður en hann helgaði sig smíðunum.
Húsumsjón Eignaumsjónar
Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir faglegu eftirliti og umsjón með sameignum hús- og atvinnufélaga frá því að Eignaumsjón byrjaði að bjóða upp á húsumsjón árið 2017. Þjónustan tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignar, stuðlar að lækkun viðhaldskostnaðar og tryggir að ástand viðkomandi eignar sé ávallt eins og best verður á kosið.
Segja má að húsumsjónin komi í stað hefðbundinnar húsvörslu. Fagmaður á vegum Eignaumsjónar fer reglulega yfir ástand sameignar viðkomandi húseignar, fylgist með búnaði og kerfum og gerir nauðsynlegar úrbætur þegar þörf er á. Viðkomandi hefur einnig eftirlit með umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan og kemur ábendingum og tillögum um úrbætur til hússtjórnar. Rík áhersla er lögð á góð samskipti og upplýsingaflæði með skýrslugjöf eftir hverja heimsókn til stjórnar viðkomandi húseignar.