Eignaumsjón óskar eftir að ráða áhugasaman og lífsglaðan einstakling, sem hefur gaman af samskiptum í síbreytilegu og lifandi starfsumhverfi með góðu samstarfsfólki, í starf forstöðumanns þjónustusviðs fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2023.
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög og þjónustusviðið er eitt af meginsviðum fyrirtækisins og annast daglega þjónustu til viðskiptavina. Undir þjónustusviðið falla þjónustuver, fundateymi og ráðgjafar við rekstur fasteigna.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
Forstöðumaður þjónustusviðs situr í stjórnendateymi fyrirtækisins, ber ábyrgð á mannauðsmálum og verkefnum sviðsins og að þjónustan sé veitt með framúrskarandi hætti. Forstöðumaður hefur umsjón með gæðamálum og gerð verkferla á þjónustusviði, tekur þátt í þróun starfrænnar þjónustu og upplýsingakerfis fyrirtækisins og er leiðandi í að stuðla að hvetjandi, stöðugu og jákvæðu starfsumhverfi, ásamt því að taka þátt í sölu- og markaðsstarfi fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskipta- eða verkfræðimenntun
- Reynsla og góð færni í upplýsingatækni
- Haldgóð reynsla af rekstri, samningagerð og stjórnun þjónustudeilda er kostur
- Fagmennska og framúrskarandi þjónustulund
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð greiningarhæfni og gott vald á íslensku og ensku
Umsóknarfrestur til 12. júní 2023
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið en umsóknarfrestur er til og með 12. júní nk. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Umsókn skal fylla út á www.intellecta.is og óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilská og kynningarbréf, þar sem greint er frá ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Nánari upplýsingar veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225.