Starfsfólk og skrifstofa Fjöleigna flytur í dag frá Tryggvagötu 11 að Suðurlandsbraut 30, þar sem sameinuð skrifstofa Fjöleigna og Eignaumsjónar tekur til starfa á mánudaginn, 1. júlí 2024.
„Það er ánægjulegt að fá þau Ingibjörgu Önnu, Halldór, Birgi Þór, Guðríði, Lindu og Róbert til starfa með okkur á mánudaginn og við bjóðum þau hjartanlega velkomin,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.
Gengur vonandi hratt og vel fyrir sig
„Við hlökkum til að koma inn í starfsumhverfi Eignaumsjónar og sinna eftir sem áður okkar húsfélögum hjá Fjöleignum, sem og öðrum spennandi verkefnum,“ segir Ingibjörg Anna Björnsdóttir. „Það er von okkar að þessi sameining á starfsemi Fjöleigna og Eignaumsjónar gangi hratt og vel fyrir sig og verði öllum til hagsbóta.“
Fyrst í stað verður hægt að hringja áfram í símanúmer Fjöleigna, 531-6000 og senda tölvupóst í netfangið fjoleignir@fjoleignir.is, en unnið er að því að koma öllum gögnum og upplýsingum frá Fjöleignum inn í verkumsjónarkerfi og vinnuferla Eignaumsjónar, þ. á m. inn í Húsbókina, mínar síður eigenda.