• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Hitavaktin
  • AÐGANGSSTÝRINGAR
  • Íbúðaumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umboð fyrir Húsbókina
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Eignaumsjón tekur við starfsemi Fjöleigna

Jun 26, 2024 | Fréttir

Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar og Jón Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri KRST lögmanna, handsala samkomulagið.

Samkomulag hefur náðst um að Eignaumsjón hf. kaupi Fjöleignir ehf., húsfélagaþjónustu KRST lögmanna ehf. og taki við allri þjónustu við viðskiptavini í samræmi við gildandi þjónustusamninga.

Eignaumsjón tekur formlega við rekstri Fjöleigna í byrjun júlí 2024. Starfsfólk Fjöleigna kemur þá til starfa á skrifstofu Eignaumsjónar að Suðurlandsbraut 30, sem tryggir að hús- og rekstrarfélög frá Fjöleignum njóta eftir sem áður þjónustu starfsfólks sem þekkir vel til mála.

Aukin þörf fyrir sérhæfðari þjónustu

„Það fellur ekki að kjarnastarfsemi KRST lögmanna að eiga og reka húsfélagaþjónustu. Miklar breytingar eru að eiga sér stað á þessum markaði og rekstur fjöleignarhúsa alltaf að verða flóknari og umfangsmeiri. Aukin þörf er fyrir sérhæfingu sem stærri þjónustuaðili á betra með að veita. Það er góð lausn að okkar mati að Eignaumsjón, sem er öflugur aðili á þessum markaði, taki við keflinu til að tryggja að vel verði hugsað um viðskiptavini Fjöleigna og hagsmuni þeirra,“ segir Jón Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri KRST lögmanna.

Góð þjónusta og skilvirkar tæknilausnir

„Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun og fögnum nýju starfsfólki sem kemur til liðs við okkur. Eignaumsjón hefur verið leiðandi í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fjöleignarhúsa, allt frá því að félagið tók til starfa árið 2000. Við ætlum okkur að þróa áfram þá þjónustu til að mæta enn betur sívaxandi þörfum eigenda fasteigna með öruggri og góðri þjónustu,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.

0
0
2
0
0
0
1
0

Recent Posts

  • Orkureiturinn – 436 íbúða byggð rís miðsvæðis í Reykjavík
  • Er hjólageymslan hausverkur?
  • Samkomulag við Brák íbúðafélag um rekstrar- og leiguumsjón
  • Nýir starfsmenn á tæknisviði Eignaumsjónar
  • Vorfundur 2025 um þjónustuna og samstarfið
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800