Sigríður Hrefna Þorsteinsdóttir er nýr þjónustufulltrúi í þjónustuveri Eignaumsjónar, þar sem sinnt er erindum frá stjórnum hús- og rekstrarfélaga, samskiptum við bæði þjónustu- og fagaðila og erindum svarað sem berast félaginu.
Sigríður Hrefna vann sem þjónustufulltrúi hjá Íslandspósti áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón og sem launfulltrúi og bókari hjá fyrirtækinu Skákgreind. Hún er með BSc próf í ferðamálafræði og jarðfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands, sem og grunn- og framhaldsnám í bókhaldi og bókaranámi frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón hf. býr að 23 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri rúmlega 900 virkra félaga með tæplega 19.300 fasteignum og er umsvifamesta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.