May 27, 2025 | Fréttir
Þrír nýir starfsmenn komu nýlega til liðs við tæknisvið Eignaumsjónar til að mæta sívaxandi umsvifum í starfsemi fyrirtækisins. Þetta eru Halldór Ingólfsson þjónustufulltrúi, Pétur Sigurðsson forritari og Sigurður Smári Hergeirsson, sem annast einnig forritun og gagnavinnslu.
Ráðning þremenninganna er í framhaldi af breytingum sem gerðar voru í lok síðasta árs með áherslu á enn frekari stafræna vegferð Eignaumsjónar og eru starfsmenn á tæknisviði nú sjö talsins.
Halldór var þjónustufulltrúi hjá Fjöleignum áður en félagið var sameinað Eignaumsjón sumarið 2024 og var fulltrúi í þjónustuveri Eignaumsjónar, áður en hann færði sig um set yfir á tæknisvið félagsins. Halldór er með próf í vefþróun og margmiðlunarhönnun frá dönskum háskóla og framhaldsskólapróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Pétur starfaði sem forritari hjá fyrirtækinu Helix, áður en hann réðst til starfa hjá Eignaumsjón. Þar áður starfaði hann sem app forritari hjá Origo heilbrigðislausnum og þar áður sem tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Pétur er með háskólapróf, BSc í tölvunarfræði, frá Háskóla Íslands.
Sigurður Smári vann sem hugbúnaðarsérfræðingur á veflausnasviði hjá Advania áður en hann kom til starfa hjá Eignaumsjón. Þar á undan vann hann sem forritari á hugbúnaðarsviði hjá Reiknistofu bankanna/Teris og þar áður sem sérfræðingur á hugbúnaðarsviði hjá Skýrr. Sigurður Smári er menntaður kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla Verzlunarskólans og er með raungreinadeildarpróf/stúdentspróf frá Tækniskóla Íslands.
„Það eru spennandi tímar hjá okkur að mæta fyrirliggjandi áskorunum í hugbúnaðarmálum,“ segir Sigurður Gauti Hauksson, forstöðumaður tæknisviðs Eignaumsjónar, en félagið þjónar í dag á annað þúsund hús- og rekstrarfélögum með á 27. þúsund íbúðum/eignum.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 25 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla til að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Jan 31, 2025 | Fréttir
Aldís Dögg Ólafsdóttir, Anna Íris Sigurðardóttir, Ebba Björg Húnfjörð og Linda Lovísa Sigurbjörnsdóttir komu til liðs við fjármálasvið Eignaumsjónar síðastliðið haust til að styrkja starfsemina og mæta sívaxandi umsvifum félagsins.
Ebba Björg og Linda Lovísa vinna í bókhaldsteymi félagsins, Anna Íris er innheimtufulltrúi og Aldís er í gjaldkerateyminu.
Aldís er með BSc próf í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stúdentspróf af raungreinasviði frá Menntaskólanum á Akureyri. Áður en Aldís kom til starfa hjá Eignaumsjón vann hún sem mannauðs- og launafulltrúi hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar áður vann hún m.a. við öryggisleit hjá Isavia í sumarvinnu og afleysingum.
Áður en Anna kom til starfa hjá Eignaumsjón vann hún við bókhald og innheimtu hjá Innnes. Þar áður starfaði hún sem innheimtufulltrúi og gjaldkeri hjá Gjaldheimtunni/Momentum og hjá Landsbanka Íslands sem gjaldkeri og einnig í lögfræðideild. Anna er verslunarpróf frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og einnig grafíska miðlun.
Ebba Björg kom til Eignaumsjónar frá Rapyd Europe þar sem hún sá um færslu bókhalds og fleira. Áður vann hún m.a. hjá Kviku banka við bakvinnslu og erlend viðskipti og þar áður hjá PwC, Sparisjóðabanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Ebba er með verslunarpróf frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og er með nám sem viðurkenndur bókari.
Linda Lovísa var umsjónarmaður verslunar hjá Apóteki Vesturlands áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Þar áður vann hún hjá JGR heildverslun, Eðalfiski og sem verslunarstjóri sérvöru hjá Hagkaup í Borgarnesi. Hún er með skrifstofu og bókhaldsmenntun frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum og hefur sótt ýmis stafstengd endurmenntunarnámskeið.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 24 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið þjónar í dag á annað þúsund hús- og rekstrarfélögum með um 25.000 íbúðum/eignum. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla til að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Dec 15, 2023 | Fréttir
Sigríður Hrefna Þorsteinsdóttir er nýr þjónustufulltrúi í þjónustuveri Eignaumsjónar, þar sem sinnt er erindum frá stjórnum hús- og rekstrarfélaga, samskiptum við bæði þjónustu- og fagaðila og erindum svarað sem berast félaginu.
Sigríður Hrefna vann sem þjónustufulltrúi hjá Íslandspósti áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón og sem launfulltrúi og bókari hjá fyrirtækinu Skákgreind. Hún er með BSc próf í ferðamálafræði og jarðfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands, sem og grunn- og framhaldsnám í bókhaldi og bókaranámi frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón hf. býr að 23 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri rúmlega 900 virkra félaga með tæplega 19.300 fasteignum og er umsvifamesta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.
Dec 5, 2023 | Fréttir
„Þetta er ánægjuleg viðurkenning fyrir okkur og hvatning til að gera enn betur,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, sem er í hópi leiðandi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor og hlotið útnefninguna Mannauðshugsandi fyrirtæki 2023.
Þetta er annað árið í röð sem Eignaumsjón hlýtur þessa viðurkenningu HR Monitor, en félagið hefur notað reglulegar mannauðsmælingar HR Monitor frá ársbyrjun 2022.
„Þetta er gott verkfæri til að fá endurgjöf frá starfsfólki og niðurstöðurnar nýtast til að bæta starfsumhverfið og koma betur til móts við fólkið okkar. Starfsánægja er mikil hjá okkur og kannanirnar eru liður í að gera gott fyrirtæki betra,“ segir framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.
May 30, 2023 | Fréttir
Eignaumsjón óskar eftir að ráða áhugasaman og lífsglaðan einstakling, sem hefur gaman af samskiptum í síbreytilegu og lifandi starfsumhverfi með góðu samstarfsfólki, í starf forstöðumanns þjónustusviðs fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2023.
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög og þjónustusviðið er eitt af meginsviðum fyrirtækisins og annast daglega þjónustu til viðskiptavina. Undir þjónustusviðið falla þjónustuver, fundateymi og ráðgjafar við rekstur fasteigna.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
Forstöðumaður þjónustusviðs situr í stjórnendateymi fyrirtækisins, ber ábyrgð á mannauðsmálum og verkefnum sviðsins og að þjónustan sé veitt með framúrskarandi hætti. Forstöðumaður hefur umsjón með gæðamálum og gerð verkferla á þjónustusviði, tekur þátt í þróun starfrænnar þjónustu og upplýsingakerfis fyrirtækisins og er leiðandi í að stuðla að hvetjandi, stöðugu og jákvæðu starfsumhverfi, ásamt því að taka þátt í sölu- og markaðsstarfi fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskipta- eða verkfræðimenntun
- Reynsla og góð færni í upplýsingatækni
- Haldgóð reynsla af rekstri, samningagerð og stjórnun þjónustudeilda er kostur
- Fagmennska og framúrskarandi þjónustulund
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð greiningarhæfni og gott vald á íslensku og ensku
Umsóknarfrestur til 12. júní 2023
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið en umsóknarfrestur er til og með 12. júní nk. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Umsókn skal fylla út á www.intellecta.is og óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilská og kynningarbréf, þar sem greint er frá ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Nánari upplýsingar veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225.