
Nýtt starfsfólk á þjónustusviði Eignaumsjónar
Þrír nýir starfsmenn komu nýlega til liðs við Eignaumsjón til að mæta sívaxandi umsvifum í starfsemi fyrirtækisins. Þetta eru þjónustufulltrúarnir Svandís Unnur Þórsdóttir og Róbert Elvar Kristjánsson og Jónas Heiðar, sem sinnir Húsumsjón.
Jónas vann við smíðar og múrverk hjá eigin fyrirtæki í 20 ár, aðallega fyrir tryggingarfélög og leigufélög, áður en hann kom til starfa hjá Eignaumsjón. Hann er með framhaldsskólapróf frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.
Róbert Elvar starfaði vel á annan áratug sem sérfræðingur á sölusviði Símans áður en hann hóf störf hjá Eignaumsjón. Hann er með stúdentspróf af viðskipta- og verslunarbraut Fjölbrautarskóla Suðurlands og hefur lagt stund á nám í viðskiptafræði við HA og HÍ.
Svandís Unnur er með stúdentspróf af viðskipta- og hagfræðibraut menntaskólans við Sund. Hún starfaði sem þjónustufulltrúi í einstaklingsþjónustu hjá sölu- og síðar sem ráðgjafi á fyrirtækjasviði þjónustusviðs Sýnar hf., áður en hún byrjaði að vinna hjá Eignaumsjón.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 25 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið þjónar í dag á annað þúsund hús- og rekstrarfélögum með um 26.500 íbúðum/eignum. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla til að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.