Vanda þarf til verka við rekstur atvinnuhúsnæðis eins og annarra fjöleignarhúsa en oft vill það brenna við, sérstaklega í húsum með dreifðu eignarhaldi að sameignin verði hálf munaðarlaus.
Þegar Eignaumsjón tekur við rekstri og umsjón atvinnuhúsnæðis þarf oft að byrja á að vinda ofan af ýmiskonar vandamálum og fjármálaóreiðu. Dæmi eru um félög með umtalsverðar vanskilakröfur vegna framkvæmda þar sem ekki hafði verið hugað að því að koma upp framkvæmdasjóði til að mæta útgjöldum við framkvæmdir, gjaldkeri sem sinnti málum í upphafi hætti og enginn sem tók við með tilheyrandi vandamálum. Þá eru einnig dæmi um félög þar sem ekki var hugað að endurgreiðslu vsk-vegna framkvæmda.
Mörg dæmi eru um að rekstrarfélög hafi sett í gang innheimtu í banka fyrir gjöldum og reikningum, sem eru borgaðir eftir því sem peningar eru til, en enginn er í raun að fylgjast með því að staðið sé við allar skuldbindingar félagsins því viðkvæðið hjá mörgum er oftar en ekki að þessi mál séu ekki á þeirra ábyrgð – einhver annar á að annast þetta!
Hlutlaus og fagleg þjónusta
Hjá Eignaumsjón er allt kapp lagt á gera rekstur félaga sem koma í þjónustu bæði markvissari og ódýrari með faglegum og skilvirkum vinnubrögðum, gagnsæi í rekstrinum og aðgengilegum upplýsingum um allar ákvarðanir með hlutleysi og fagmennsku að leiðarljósi.
Þannig verður Eignaumsjón skrifstofa viðkomandi félags og hefur vakandi auga með öllu, sér um bókhald og fjármál og annað sem lítur að rekstrinum, samkvæmt samþykktum sem stjórnendur félagsins hafa samþykkt.
Húsumsjón Eignaumsjónar
Æ fleiri rekstrarfélög eru líka farin að nýta sér Húsumsjón Eignaumsjónar, sem er nýleg þjónustuleið fyrir bæði hús- og rekstrarfélög sem tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignar og búnaði auk samskipta við þjónustuaðila. Eftirlit er með því að þrif og önnur aðkeypt þjónusta sé vel af hendi leyst, minnihátta við haldi er sinnt s.s. að skipta um perur og tryggja að skrár og lamir séu í lagi. Einnig er fylgst með ástandi og búnaði viðkomandi eignar, s.s. aðgangs-, hita- og snjóbræðslukerfum, lyftum, sorphirðu, raf- og pípulögnum og brunavörnum. Fyrirbyggjandi viðhaldi er jafnframt sinnt og bent á úrbætur þegar við á.
Umgengni í sorpgeymslum oft slæm
Það er reynsla Húsumsjónarmanna Eignaumsjónar að oftast séu það sorp-, lýsingar- og aðgangsmál sem þurfi helst að huga að. Umgengni í sorpgeymslum er mjög oft vandamál, bæði flokkun og almenn umgengni. Þá er ástandið oft slæmt í sameign félaga sem eru að byrja í Húsumsjón. Þar hefur gjarnan verið skilið eftir allskyns dót, bæði úti og inni, sem enginn virðist eiga. Þá er strax farið í að koma skikki á alla umgengni um sameignina, í samstarfi við stjórn viðkomandi félags.
Frá því Eignaumsón hóf að bjóða upp á Húsumsjón hefur viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt en hægt er að ákveða tíðni heimsókna eftir þörfum og óskum hvers og eins. Mikil áhersla er lögð á skráða verkferla og unnir eftir ákveðinni verklýsingu fyrir hvern viðskiptavin. Að lokinni hverri heimsókn er unnin ítarleg skýrsla um það sem gert var og tillögur gerðar um hvað betur mætti fara, enda skipta góð samskipti og upplýsingagjöf til viðskiptvina sköpum fyrir þjónustufyrirtæki eins og Eignaumsjón.