Þjónusta Eignaumsjónar við atvinnuhús af öllum stærðum hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum. Með þjónustunni er leitast við að tryggja að rétt sé staðið að kostnaðarskiptingu milli eigenda og rekstur húsfélagsins „rammaður inn“ með skýru verklagi og starfshæfri stjórn.
Boðið er upp á tvær þjónustuleiðir fyrir atvinnuhús. Annars vegar þjónustuleið A1; fjármál og fundir og hins vegar þjónustuleið A2; fjármál, fundir og framkvæmdastjórn.
Rekstrinum komið í fastar skorður
Oft á tíðum skortir utanumhald í fjöleignarhúsum í atvinnurekstri og umsjón með sameign þeirra er lítil eða nánast engin. Þetta eru oftar en ekki félög í dreifðu eignarhaldi þar sem vantar einhvern til að taka af skarið. Eignaumsjón getur komið þessum félögum til aðstoðar með þjónustuleið A1 og komið rekstrinum í fastar skorður.
Skipulagi er komið á bæði innheimtu húsgjalda og greiðslu reikninga, kjör lögbundinnar stjórnar tryggt og haldnir árlegir aðalfundir, sem oftar en ekki er það sem þarf til að koma rekstri þessara félaga í ásættanlegt horf.
Annast daglegan rekstur stærri atvinnuhúsa
Í stærri atvinnuhúsum kann að vera þörf fyrir meiri þjónustu frá degi til dags. Þá getur Eignaumsjón tekið að sér daglegan rekstur þeirra, til viðbótar við umsjón fjármála og fundaþjónustu, samkvæmt þjónustuleið A2.
Eignaumsjón er þá í hlutverki framkvæmda- eða verkefnastjóra og starfar í raun sem skrifstofa viðkomandi atvinnuhúss, í umboði stjórnar. Þannig er bæði daglegur rekstur tryggður, stuðningur við eigendur/notendur sem og samskipti við þjónustuaðila hússins, til viðbótar við fjármála- og fundarþjónustu.
Þjónustan sérsniðin að hverjum viðskiptavini
Félögin sem leita til Eignaumsjónar eru jafn ólík og þau eru mörg. Þjónustan er því sniðin að hverju viðskiptavini, í takt við þá aðstoð sem það leitar eftir.
Í dag sér Eignaumsjón um rekstur ýmiskonar félaga í atvinnuhúsum, þ.e. bæði félög eigenda og rekstrarfélög sem samanstanda ýmist af rekstraraðilum/leigutökum og blönduð félög eigenda og rekstraraðila. Eignaumsjón þjónustar einnig leigufélög, þá er Eignaumsjón í hlutverki húseiganda en sér samhliða um þann hluta er snýr að rekstraraðilum.
Þessi grein birtist í nýjasta tölublaði Sóknarfæris, sem er kynnignarblað fyrir íslenskt atvinnulíf.