Eignaumsjón hf. býr að 23 ára þekkingu í rekstri fasteigna og þjónustu við húsfélög, leigufélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Fyrirtækið hefur umsjón með daglegum rekstri rúmlega 900 virkra félaga með yfir 20 þúsund fasteignum og er umsvifamesta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda/leigjenda og auðvelda störf stjórna.
Til að betrumbæta þjónustu við viðskiptvini og mæta nýjum verkefnum voru áherslur félagsins teknar til endurskoðunar á liðnu ári, ásamt gildum félagsins.
Framtíðarsýn
Góða húsið – grænt og vænt er framtíðarsýn Eignaumsjónar: Félagið vill vera þekkt fyrir framúrskarandi rekstur og umsjón með húsrekstrarfélögum og fasteignum sem þeim tengjast.
Leiðarljós
Árangur með eigendum er leiðarljós Eignaumsjónar: Félagið skili viðskiptavinum faglegum og fjárhagslegum árangri í rekstri fasteigna, í samvinnu við eigendur og aðra hagaðila.
Gildi
Framsækni – Öryggi – Fagmennska eru ný gildi Eignaumsjónar: Gildin fela í sér frumkvæði og kjark, tryggja öryggi í öllum vinnubrögðum og meðferð gagna og upplýsinga, ásamt þekkingu, skilvirkni, hlutleysi og umhyggju fyrir öllum verkefnum.
Stefnumið
Stefnumið Eignaumsjónar kristalla áherslur í umhverfis-, markaðs-, öryggis-, rekstrar- og mannauðsmálum: Félagið ætlar að vera traust og samfélagslega ábyrgt, með sterka innviði og hæft starfsfólk sem veitir virðisaukandi þjónustu með markvissum vinnubrögðum og stafrænum lausnum á eftirsóttum vinnustað.
Sjá nánar hér.