Búið er að halda 296 aðalfundi og húsfundi á vegum Eignaumsjónar á yfirstandandi fundatíð, sem hófst 8. janúar sl., en alls er áætlað að halda vel á áttunda hundrað aðalfundi og húsfundi fram í maímánuð. Langflestir fundanna, eða 290 talsins, eru aðalfundir hús- og rekstrarfélaga.
Fyrir utan hefðbundin mál eins og stjórnarkjör og samþykkt ársreikninga og kostnaðaráætlana, eru það helst hleðslumál rafbíla og fyrirkomulag sorpmála sem eru efst á baugi á aðalfundunum.
Í aðdraganda aðalfunda eru öll fundargögn aðgengileg í Húsbókinni, mínum síðum eigenda. Í Húsbókinni er enn fremur hægt að nálgast ársreikninga, kostnaðaráætlanir, tryggingarskírteini og ýmis gögn sem snúa að viðhaldi og framkvæmdum viðkomandi húsfélags. Við hvetjum eigendur til að haka við beiðni í Húsbókinni um að fá sent rafrænt aðalfundarboð, því það eykur enn frekar skilvirkni boðunar aðalfunda.
Nánari upplýsingar um Húsbókina er að finna hér.