• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Bílastuð
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Viðskiptavinir fá hagstæðari sérkjör á rafmagni hjá HS Orku

Feb 22, 2022 | Fréttir

Nýtt samkomulag við HS Orku tryggir viðskiptavinum Eignaumsjónar frábær sérkjör á rafmagni á markaði. Samkomulagið nær sem fyrr til raforkunotkunar í sameignum allra húsfélaga og rekstrarfélaga atvinnuhúsa sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón. Eigendur íbúða og eignarhluta í húsfélögum sem eru í viðskiptum við Eignaumsjón geta einnig nýtt sér þessi afsláttarkjör.

Viðskiptavinir Eignaumsjónar hafa notið umtalsverðra afsláttarkjara hjá HS Orku sl. fimm ár, í krafti stærðar og umsvifa félagsins, en um 700 húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með um 16.100 eignum/íbúðum eru nú í þjónustu hjá Eignaumsjón.

Í framhaldi af umræðu um rafmagnsverð

Í kjölfar umræðu og umfjöllunar sem verið hefur um rafmagnsverð til almennings endurskoðuðu forsvarsmenn Eignaumsjónar og HS Orku þau afsláttakjör sem verið hafa í gildi milli fyrirtækjanna.

„Allir viðskiptavinir hjá HS Orku sem tengjast Eignaumsjón færast yfir á nýjan taxta, sem tryggir að viðskiptavinir Eignaumsjónar fá ávallt frábær kjör á markaði, óháð verðbreytingum,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku.

„Við hjá Eignaumsjón fögnum þessari kjarabót, sem er í takt við þá hagsmunagæslu sem við höfum lagt áherslu á frá upphafi, m.a. með því að leita ávallt bestu kjara í krafti fjöldans fyrir viðskiptavini okkar. Breytingin lækkar rafmagnskostnað enn frekar hjá þeim húsfélögum í okkar þjónustu sem nýta sér afsláttarkjör HS Orku og skilar bæði húsfélögum og íbúum þeirra sparnaði í daglegum rekstri,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.

Auðvelt að færa raforkuviðskipti

Formenn stjórna húsfélaga og rekstrarfélaga atvinnuhúsnæðis, sem vilja nýta sér afsláttarkjör Eignaumsjónar hjá HS Orku, geta sent beiðni á þjónustuver Eignaumsjónar (thjonusta@eignaumsjon.is) um flutning orkukaupa. Tiltaka þarf nafn og kennitölu viðkomandi félags í beiðninni.

Eigendur/íbúar í húsfélögum í þjónustu Eignaumsjónar geta einnig nýtt sér afsláttarkjör HS Orku fyrir sínar séreignir. Áhugasamir geta gengið rafrænt frá flutningi á raforkuviðskiptum til HS Orku í húsbókinni, mínum síðum eigenda, á www.eignaumsjon.is. Jafnframt skal áréttað að flutningur einstaklinga á eigin orkukaupum er ekki bundinn því að orkukaup fyrir sameign húsfélagsins hafi verið færð til HS Orku.

Afsláttarkjör Eignaumsjónar og HS Orku gilda einvörðungu um kaup á almennri, óskerðanlegri raforku, en ekki um raforkuflutning.

4
1
2
0
1
0
1
0

Recent Posts

  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús
  • Hádegisfundur um rafbíla og fjölbýlishús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800