Logi Már Einarsson sem starfað hefur við húsumsjón hjá Eignaumsjón í ríflega fjögur ár hefur látið af störfum að eigin ósk.
„Á þessum tímamótum þökkum við fyrir vel unnin störf hjá Eignaumsjón. Það hefur verið mikill vöxtur í starfseminni þessi ár sem Logi hefur verið með okkur og hans hlutur er mikill í þróun og uppbyggingu húsumsjónarþjónustu félagsins,“ segir Daníel Árnason framkvæmdastjóri.
„Það er eftirsjá af Loga og hans verður saknað af bæði samstarfsfólki og viðskiptavinum. Við óskum honum gæfu og góðra stunda í framtíðinni.“
„Það hefur verið mér sönn ánægja að starfa með ykkur öllum, þessi vinnustaður er í mínum augum einstakur fyrir sakir félagsanda og samheldni og ég er þakklátur fyrir þennan lærdómsríka tíma sem ég hef átt hér,“ voru kveðjuorð Loga til samstarfsfólksins og hann sagðist ekki kvíða aðgerðarleysi. Við taki að sinna afkomendum betur og allskonar áhugamálum.