Þjónustuver Eignaumsjónar tók formlega til starfa um áramótin og er því ætlað að bæta enn frekar alla þjónustu við viðskiptavini félagsins.
Þjónustuverið leysir af hólmi þjónustuborð sem starfrækt var í allmörg ár hjá Eignaumsjón og þar standa fimm konur vaktina, þær Díana Íris Guðmundsdóttir, Halla Mjöll Stefánsdóttir, Hanna Sigríður Stefánsdóttir, Inga Björg Kjartansdóttir og Karen Birgisdóttir. Þær sinna fjölbreyttum fyrirspurnum og erindum frá viðskiptavinum og nýta til þess öflugt upplýsingakerfi Eignaumsjónar en þaðan er hægt að miðla upplýsingum til viðskiptavina.
„Þjónustuverið hefur þegar sannað sig og kemur það fram bæði í skilvirkari svörun, umsjón daglegra verkefna og útvegun þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Jafnframt stendur þjónustuverið nú í ströngu við undirbúning og framkvæmd aðalfunda þeirra 460 húsfélaga og rekstrarfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur og standa nú sem hæst,“ segir Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.
Fjölbreytt menntun og starfsreynsla
Starfsfólk þjónustuversins, sem flest er nýlega komið til starfa hjá Eignaumsjón, er bæði með fjölbreytta menntun og starfsreynslu.
- Hanna Sigríður, sem kom til félagsins haustið 2017 frá Sjóvá, er með almennt skrifstofunám frá Tölvu og skrifstofuskólanum.
- Halla Mjöll er með BA próf í fjölmiðlafræði frá HA og starfaði m.a. sem sölu- og þjónustufulltrúi áður en hún hóf störf hjá Eignaumsjón haustið 2018.
- Karen kom einnig til félagsins haustið 2018. Hún er með MSc próf í mannauðsstjórnun frá HÍ og starfaði m.a. áður hjá Íslandspósti.
- Díana Íris hóf störf hjá Eignaumsjón um áramótin. Hún er með B.A próf í félagsráðgjöf og vann m.a. áður sem flugfreyja hjá WOW og hjá Hringbraut.
- Inga Björg kom til starfa hjá félaginu í byrjun ársins. Hún er að ljúka viðskiptafræðinámi frá HA í vor og hefur starfað við verslunar- og skrifstofustörf, m.a. hjá Stórkaup og Elko.