Svala Steina nýr sérfræðingur á fjármálasviði Eignaumsjónar
Svala Steina Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings í reikningshaldi og þjónustu á fjármálasviði Eignaumsjónar.
Svala Steina sinnir m.a. gerð ársreikninga og uppgjörum á rekstri húsfélaga og greiningum á rekstri viðskiptavina. Þar á meðal eru greiningar á rekstrar- og kostnaðaráætlunum og kostnaðar- og framkvæmdauppgjörum viðskiptavina Eignaumsjónar.
Svala Steina er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er í mastersnámi við sama skóla í fjármálum fyrirtækja. Hún kom til starfa hjá Eignaumsjón sumarið 2021 frá fyrirtækinu Uppgjör ehf., þar sem hún sinnti ársuppgjörum fyrirtækja, ársreikningum og skattaskilum á árunum 2008-2012 og 2016-2021. Þar á milli starfaði hún sem fjármálstjóri Artic shopping ehf.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 20 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Markmið félagsins er að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna hús- og atvinnufélaga.