Viljum gera gott fyrirtæki betra
„Þetta er ánægjuleg viðurkenning fyrir okkur og hvatning til að gera enn betur,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, sem er í hópi leiðandi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor og hlotið útnefninguna Mannauðshugsandi fyrirtæki 2023.
Þetta er annað árið í röð sem Eignaumsjón hlýtur þessa viðurkenningu HR Monitor, en félagið hefur notað reglulegar mannauðsmælingar HR Monitor frá ársbyrjun 2022.
„Þetta er gott verkfæri til að fá endurgjöf frá starfsfólki og niðurstöðurnar nýtast til að bæta starfsumhverfið og koma betur til móts við fólkið okkar. Starfsánægja er mikil hjá okkur og kannanirnar eru liður í að gera gott fyrirtæki betra,“ segir framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.