Tími haustverka að ganga í garð

Tími haustverka að ganga í garð

Þótt enn sé bara síðsumar, ágústmánuður nýliðinn og veðurfar almennt gott, þá styttist í að haustlægðir fara að gera vart við sig með tilheyrandi roki og vatnsveðrum.

Húsfélög kunna að vera ábyrg ef lausamunir tengdir félaginu fjúka og valda skemmdum. Það ætti því að vera fastur liður á dagskrá stjórna húsfélaga að huga að frágangi á slíkum munum, s.s. útihúsgögnum, grillum og stórum leikföngum eins og trampólínum. Gott er að koma þessum hlutum í skjól, eða festa þá tryggilega niður, áður en haustlægðirnar mæta með tilheyrandi roki og vatnsveðrum.

Þakrennur og niðurföll

Gróður er enn í töluverðum blóma en ef að líkum lætur styttist í að tré og runnar felli lauf. Þá þarf að huga að eftirliti og hreinsun á bæði þakrennum og niðurföllum, til að tryggja að laufblöð, sandur, drulla eða rusl sé ekki að stífla rennur og niðurföll og jafnvel valda vatnstjóni.

Þegar haustrigningatíminn hefst er líka alltaf viðbúið að vatn komist inn í ytra byrði húsa og glugga með tilheyrandi leka. Ef slíka staða kemur upp er mikilvægt að grípa strax til viðeigandi aðgerða til að lágmarka hugsanlegt tjón.

Hitavakt og haustviðhald

Eignaumsjón býður húsfélögum upp á mánaðarlegt eftirlit með notkun á heitu vatni til að draga úr sóun og stuðla að skilvirkri orkunotkun og lægri rekstrarkostnaði. Þjónustan felur m.a. í sér faglega skoðun í tæknirýmum húsa á hitagrindum og snjóbræðslukerfum, með það að markmiði að tryggja að þau starfi á fullum afköstum og án vandamála. Með kólnandi veðri uppgötvast líka oft að hitastillingar á ofnum eru ekki að virka sem skyldi, en pinnar í ofnlokum eiga það til að festast og þarf þá að losa þá og liðka, svo þeir virki eins og þeir eiga að gera.

Haustið er líka kjörinn tími til að skoða og laga þéttingar á gluggum og útihurðum, til að koma í veg fyrir hitatap, sem og að ganga úr skugga um að allar hurðir og gluggar lokist vel, svo hiti haldist inni og kuldinn úti.

Hálkuvarnir og snjómokstur

Loks er ekki úr vegi að minna stjórnir á að huga að samningum um hálkuvarnir og snjómokstur, ef samningar um slíkt eru ekki fyrirliggjandi. Það reynsla okkar að margir vakna upp við vondan draum þegar byrjar að snjóa – og ekki næst í neina verktaka til að hreinsa bílaplön og innkeyrslur!

Þjónustuver Eignaumsjónar aðstoðar viðskiptavini okkar við að útvega hagstæð tilboð í bæði snjómokstur og söltun, sem og aðra haust- og vetrartengda þjónustu við hús- og rekstrarfélög. Hægt er að hafa samband við okkur í netspjalli á www.eignaumsjon.is, í tölvupósti á thjonusta@eignaumsjon.is, eða í síma 585-4800 á skrifstofutíma.

Tímabært að huga að viðhaldsframkvæmdum næsta sumars!

Tímabært að huga að viðhaldsframkvæmdum næsta sumars!

Nú er kjörinn tími fyrir húsfélög til að byrja að huga að viðhaldsverkefnum næsta sumars. Undirbúningur tekur gjarnan 5–8 mánuði og því er mikilvægt að stjórnir hefjist handa tímanlega.

Góður undirbúningur hússtjórnar, bæði varðandi úttekt á ástandi húseignarinnar, vali á verktaka og gerð verk- og eftirlitssamninga fyrir framkvæmdatímann er lykillinn að vel heppnuðum viðhaldsframkvæmdum húsfélaga.

Mikilvægt að standa rétt að ákvarðanatöku

Stærri framkvæmdir krefjast góðs samráðs og löglega boðaðra funda. Yfirleitt þarf að fara í gegnum nokkur skref þar sem samráð eigenda á löglega boðuðum húsfundum er lykillinn að farsælli niðurstöðu og tryggir að rétt er staðið að ákvarðanatöku.

  • Úttekt á ástandi hússins og kostnaðarmat: Stjórn þarf samþykki húsfundar fyrir að taka tilboði í ástandsmat, en má sækja tilboð og leggja fyrir fund.
  • Ákvörðun um forgangsverkefni: Niðurstöður þarf að kynna eigendum á húsfundi og taka ákvörðun um forgang viðhaldsverkefna og að veita stjórn heimild til að afla tilboða í verkið.
  • Öflun og kynning tilboða frá verktökum: Tilboð sem berast þarf að kynna á húsfundi, með sundurliðun á aðgerðum og kostnaði. Einnig þarf að taka ákvörðun, annað hvort á sama húsfundi eða sérstökum fundi, um hvaða tilboði skuli taka.
  • Gera verksamninga og hefja framkvæmdir: Í framhaldi af samþykkt húsfundar gerir stjórn samninga við verktaka og eftirlitsaðila og þá geta framkvæmdir hafist, samkvæmt samþykktri forgangsröðun.

Betri yfirsýn yfir rekstur og kostnað

Með skipulegu verklagi fæst betri yfirsýn yfir kostnað, minni líkur eru á óvæntum útgjöldum og greiðsludreifing í framkvæmdasjóð verður jafnari fyrir eigendur.

Við hjá Eignaumsjón aðstoðum húsfélög í þessu ferli. Hægt er að senda erindi á þjónustuverið okkar; í netspalli á www.eignaumsjon.is, í tölvupósti á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is, eða hringa í síma 585-4800 og óska eftir nánari ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar um hvernig best er að byrja að huga að viðhaldsframkvæmdum næsta sumars!

Eignaumsjón í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2025 hjá VR

Eignaumsjón í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2025 hjá VR

Eignaumsjón er í hópi 15 meðalstórra fyrirtækja sem hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 í könnun VR um fyrirtæki ársins, en úrslitin voru kynnt í fjölmennri móttöku í Hörpu gær.

Alls fengu 45 fyrirtæki í þremur stærðarflokkum viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 og þar af fengu þrjú efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki nafnbótina Fyrirtæki ársins 2025. Þá fékk eitt fyrirtæki í hverjum flokki nafnbótina Fjölskylduvænstu fyrirtækin 2025. Sömuleiðis var einu fyrirtæki í hverjum flokki veitt Fræðsluviðurkenning VR, sem byggir á viðhorfi starfsfólks til sí- og endurmenntunarmála innan fyrirtækisins og tækifæra til starfsþróunar.

Það var Jóhanna Birgisdóttir, gjaldkeri og trúnaðarmaður VR, sem veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Eignaumsjónar. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, afhentu viðurkenningarnar.

Hvatning til að gera enn betur

„Ég er afskaplega stoltur yfir þessum árangri og mér er efst í huga þakklæti til starfsfólksins fyrir jákvætt viðhorf til fyrirtækisins. Það er jafnframt ljóst að hægt er að gera enn betur og að því stefnum við ótrauð,“ sagði Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, eftir  afhendingu viðurkenningarinnar í Hörpu í gær.

„Könnunin segir okkur ekki bara hvar við höfum verið að standa okkur vel, heldur líka hvar þarf að gera betur, jafnframt því að veita okkur mikilvæga innsýn í hver staða okkar er samanborið við önnur fyrirtæki á vinnumarkaði,“ bætti framkvæmdastjórinn við.

Nánari upplýsingarnar um könnunina og niðurstöður hennar er að finna hér.

Nútímaleg og vönduð fjölbýlishús í Gróttubyggð á Nesinu

Nútímaleg og vönduð fjölbýlishús í Gróttubyggð á Nesinu

Eignaumsjón kom nýlega að stofnun fimm húsfélaga í fyrsta áfanga svokallaðrar Gróttubyggðar, sem verktakafyrirtækið Jáverk er langt komið með að reisa á gömlu iðnaðarsvæði vestarlega á Seltjarnarnesi.

Þessi fyrsti áfangi Gróttubyggðar samanstendur af tveimur 25 og 26 íbúða fjölbýlishúsum með bílakjöllurum; Bygggörðum 1-5 og Bygggörðum 27-31, ásamt þremur fjórbýlishúsum við Bygggarða 7, 9 og 25. Samtals eru íbúðirnar 63 í þessum fyrsta áfanga en gert er ráð fyrir að alls verði reistar um 170 íbúðaeiningar í Gróttubyggð og að þar muni búa um 500 manns þegar byggingarframkvæmdum lýkur.

Uppbyggingin hófst í lok árs 2022 og hefur mikið  verið lagt í hönnun, innivist, efnisval og frágang íbúða og umhverfis, að því er fram kemur á heimsíðu verkefnisins. Eru húsin sögð nútímaleg og vönduð og byggð samkvæmt kröfum Svansins, sem er hið opinbera umhverfismerki Norðurlandanna. Stefnt er að því að allar íbúðir fái Svansvottun við lok framkvæmda. Sjá nánar á www.grottubyggd.is.

Skemmtilegt verkefni

„Það var gaman að koma að þessu verkefni með Jáverki og öðrum eigendum í þessum fimm nýbyggingum við Bygggarða,“ segir Hallur Guðjónsson á sölu- og samskiptasviði Eignaumsjónar.

„Þar er ekki á herjum degi sem ný fjölbýlishús rísa á Nesinu en þarna opnaðist tækifæri fyrir fólk sem vill búa þar,“ segir Hallur og bætir við að auk þess að stofna félögin fimm, sjái Eignaumsjón um rekstur stærri húsfélaganna.

Fjármál og fundir

Húsfélagið í Bygggörðum 27-31, sem samanstendur af 26 eignarhlutum, tekur til starfa 1. maí  2025 og  húsfélagið í Bygggörðum 1-5, sem samanstendur af 25 eignarhlutum, tekur til starfa 1. júní 2025.  Bæði félögin eruí þjónustuleið Þ-2: fjármál og fundir.

 

 

Breytingar á innskráningu í Húsbók Eignaumsjónar

Breytingar á innskráningu í Húsbók Eignaumsjónar

Innskráning í Húsbók á vef Eignaumsjónar hefur verið færð yfir til Signet – Advania eftir að innskráningarþjónustu island.is var lokað fyrir aðra en opinbera aðila frá 1. september 2024.

Í innskráningarþónustu Signet – Advania er áfram í boði að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, s.s. snjallsíma, sem og auðkennisappi og fleiri leiðum. Íslykillinn dettur hins vegar út þar sem hann virkar eingöngu hjá island.is.

Umboð í stað íslykils

Í stað íslykils er nú í boði að veita umboð, sem bæði fyrirtæki og einstaklingar geta þá nýtt sér. Undir hnappnum „UM OKKUR“ á heimasíðu Eignaumsjónar er að finna undirsíðu – Umboð fyrir Húsbókina – þar sem er hlekkur til að veita umboð, sem og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig það er gert.

Þannig geta eigendur/greiðendur veitt öðrum umboð til að sýsla með sín málefni í Húsbókinni og í tilfelli fyrirtækja/lögaðila geta prókúruhafar sömuleiðis fyllt þar út umboð sem heimilar þá umboðshafa að fara með málefni viðkomandi lögaðila í Húsbókinni.

Þjónustuverið aðstoðar ef þörf er á

Ef einhver vandkvæði koma upp við innskráningu minnum við á að hægt er að leita aðstoðar hjá þjónustuverinu okkar í netspjalli eða senda tölvupóst á thjonusta@eignaumsjon.is, eða hringja í síma 585-4800.