• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Bílastuð
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Skammtímaleiga íbúða í fjölbýlishúsum

May 24, 2019 | Fréttir, Greinar

Um árabil hefur verið deilt um hvort íbúðaeigendur í fjölbýlishúsum megi leigja út eignir sínar í Airbnb gistingu, án samþykkis annarra íbúðaeigenda í húsinu og hafa ágreiningsmál um þetta farið fyrir bæði Kærunefnd húsamála og dómstóla.

Kærunefnd húsamála komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að ónæði sem umferð leigutaka í og úr húsi valdi á friðhelgi sameigenda sé lítilvægt í samanburði við meginsjónarmið nábýlisréttar um athafnafrelsi eigenda. Héraðsdómur Reykjavíkur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2015 að eigendum þriggja íbúða í fjölbýlishúsi hafi verið óheimilt að reka gististaði í  umræddum íbúðum án samþykkis allra eigenda, m.a. á þeirri forsendu að breyting á hagnýtingu íbúðanna hafi haft í för með sér verulegt ónæði, óþægindi og röskun fyrir aðra íbúa og eigendur í húsinu.

Dómur Héraðsdóms árið 2015 er þvert á niðurstöðu Kærunefndarinnar árið 2012 en honum var hnekkt af Hæstarétti árið 2017 vegna formgalla. Ekki hafi verið rétt staðið að málshöfðuninni fyrir héraðsdómi, þar sem viðkomandi húsfélagsdeildir höfðuðu ekki málið, heldur húsfélagið í heild en Hæstiréttur tók ekki efnislega afstöðu til deiluefnisins.

Allra hagur að eyða óvissu

Það er allra hagur að óvissu í þessum efnum verði eytt. Á meðan óyggjandi, fordæmisgefandi túlkun á lögum varðandi skammtímaleigu íbúða liggur ekki fyrir geta húsfélög samt sem áður gripið til ýmissa ráðstafana. Eitt þeirra úrræða sem eigendur geta t.d. gripið til, ef þeir vilja banna skammtímaleigu í húsfélaginu, er að þinglýsa yfirlýsingu þar um á húsið en þá þurfa allir eigendur að hafa samþykkt yfirlýsinguna og undirritað. Jafnframt eru dæmi þess að í samþykktum nýrra húsfélaga liggi fyrir að skammtímaleiga, eða Airbnb leiga, sé óheimil.

0
0
2
1
0
0
5
1

Recent Posts

  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús
  • Hádegisfundur um rafbíla og fjölbýlishús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800