Sex nýir stafsmenn komu til starfa hjá Eignaumsjón í ársbyrjun 2024. Þrír eru á fjármálasviði, tveir í þjónustuveri og einn í Húsumsjón.
Þróttmikill vöxtur hefur verið í starfsemi Eignaumsjónar undanfarin misseri og er nýja starfsfólkinu ætlað að styðja við frekari aukningu viðskiptavina og sívaxandi umsvif í starfsemi fyrirtækisins.
Sérfræðingur á fjármálasviði
Davíð Gunnarsson er sérfræðingur á fjármálasviði Eignaumsjónar. Hann starfaði áður sem gjaldkeri og innheimtufulltrúi hjá Kynnisferðum og þar á undan sem gjaldkeri Veritas Capital. Davíð er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og réttindi sem viðurkenndur bókari.
Gjaldkerar
Jóhanna Birgisdóttir er gjaldkeri á fjármálasviði. Áður en hún kom til Eignaumsjónar starfaði hún lengst af hjá Sjóvá, síðast sem ráðgjafi og sérfræðingur á sölu og ráðgjafasviði. Jóhanna er með grunnnám í tryggingum frá Tryggingaskóla SÍT og stúdentspróf frá Fjölbraut í Breiðholti.
Selma Thorarensen er gjaldkeri á fjármálasviði. Hún starfaði sem bókari hjá Birtingahúsinu áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón og þar áður hjá Rafís ehf og Amarel ehf., sem er bókhaldsfyrirtæki Lyfja og heilsu. Selma er með réttindi sem viðurkenndur bókari og stúdentspróf af hagfræðibraut Verslunarskóla Íslands.
Þjónustufulltrúar
Helga María Fressmann er þjónustufulltrúi í þjónustuveri Eignaumsjónar. Hún starfaði m.a. hjá Eik rekstrarfélagi áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón, sem og hjá Fimleikafélaginu Björk og Rauða krossi Íslands. Helga er með verslunar- og stúdentspróf af hagfræðibraut Verkmenntaskólans á Akureyri.
Örvar Jónsson er þjónustufulltrúi í þjónustuveri Eignaumsjónar. Hann var fulltrúi hjá Sorphirðu Reykjavíkur áður en hann kom til starfa hjá Eignaumsjón og þar áður sem innkaupafulltrúi og bókari hjá Tölvutek. Örvar er með stúdentspróf frá MA og bókaranám frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum.
Húsumsjón
Guðmundur Orri Arnarson er nýr húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón en Húsumsjón er sérþjónusta sem felur í sér reglubundna umsjón með sameign fasteignar og að ástand viðkomandi eignar sé ávallt eins og best verður á kosið. Orri lærði trésmíði við FB og starfaði m.a. hjá Skautsmiðju Norðuráls, B.Ó. smiðum og Harka vélsmiðju, áður en hann kom til starfa hjá Eignaumsjón.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón hf. býr að 23 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Fyrirtækið hefur umsjón með daglegum rekstri rúmlega 900 virkra félaga með yfir 20 þúsund fasteignum og er umsvifamesta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.