Hanna Sigríður Stefánsdóttir er nýr þjónustufulltrúi á þjónustusviði Eignaumsjónar hf. og annast hún móttöku viðskiptavina hjá félaginu, upplýsingagjöf og símaþjónustu, undirbúning funda, skráningu fundargerða, utanumhald gagna og skráningu á innri vefsvæði félagsins, auk annarra daglegra starfa sem falla til hverju sinni.
Hanna Sigríður er með próf frá Tölvu- og skrifstofuskólanum og starfaði síðast sem þjónusturáðgjafi hjá Sjóvá og þar áður sem viðskiptafulltrúi hjá Kortaþjónustunni hf.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón tók til starfa árið 2001 og er brautryðjandi á Íslandi í heildarþjónustu við rekstur atvinnu- íbúðarhúsnæðis. Félagið hefur sérhæft sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög um fasteignir og býður upp á heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði og auðvelda störf eigenda og hússtjórna.
Skrifstofa Eignaumsjónar er á Suðurlandsbraut 30 í Reykjavík þar sem öflugur hópur starfsfólks þjónustar með faglegum hætti ört fjölgandi viðskiptavinahóp félagsins og er Hanna Sigríður boðin velkomin í hópinn.