Greinilegt er að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu iðnaðar- og tæknimanna við viðhald íbúðarhúsnæðis í 100% hefur m.a. valdið því að eigendur í fjölbýlishúsum hafa ákveðið að ráðast í viðhaldsframkvæmdir við hús sín. Hér hjá Eignaumsjón merkjum við þessi áhrif í kjölfar aðalfunda og húsfunda sem hafa margir fjallað um viðhald og ástand viðkomandi húsa. Við verðum líka vör við að nýjir viðskiptavinir okkar (húsfélög) eru margir hverjir annaðhvort í hugleiðingum um framkvæmdir eða búnir að taka slíkar ákvarðanir.
—–
En það er etv. fleira en endurgreiðsluhlutfallið sem stuðlar að framkvæmdum. Greinilegt er að tilboðsfjárhæðir verktaka í umfangsmikli viðhaldsverkefni hafa lækkað, hvað sem veldur því.
Þetta tvennt samanlagt, ásamt vitaskuld þeirri staðreynd að gott og reglubundið viðhald er sparnaður útaf fyrir sig, gerir það að verkum að nú eru ákjósanleg skilyrði til að ráðast í viðhald íbúðarhúsnæðis.