• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Lærdómsríkt ferli

Jun 26, 2019 | Fréttir

Skrifstofa Eignaumsjónar annast nú alla þjónustu við viðskiptavini Húsastoðar, í samræmi við gildandi þjónustusamninga, eftir að Eignaumsjón hf.  keypti Húsastoð ehf., dótturfélag PwC, um miðjan apríl 2019.

„Við erum á lokasprettinum þessa dagana við að koma húsfélögum sem eru í viðskiptum við Húsastoð inn í okkar verk- og umsjónarkerfi. Þetta hefur verið nokkuð tímafrekt en jafnframt lærdómsríkt ferli,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar og Húsastoðar.

Daníel áréttar að engar efnislegar breytingar hafi orið á samningum hús- og rekstrarfélaga sem eru í þjónustu hjá Húsastoð við til flutninginn. Húsastoð er áfram í rekstri, nú undir hatti Eignaumsjónar og sömu þjónustusamningar í gildi en nú er það skrifstofa Eignaumsjónar, já og Húsastoðar að Suðurlandsbraut 30, sem þjónustar jöfnum höndum viðskiptavini félaganna.

„Við erum þess fullviss að vel muni takast til með þessa viðbót, enda höfum við verið leiðandi í þessari þjónustu allt frá því að við „vöktum“  þennan markað árið 2001. Með tilkomu Húsastoðar sjáum við nú um hátt í 500 hús- og rekstrarfélög með nærri 12 þúsund íbúðum/einingum. Áhersla okkar til framtíðar er að mæta vaxandi þörfum eigenda fasteigna með góðri þjónustu og skilvirkum lausnum sem byggja á gagnsæi upplýsinga og umhverfisvænum gildum,“ segir Daníel Árnason.

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Sjálfvirkur álestur og innheimta vegna hleðslukerfa rafbíla
  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800