Kynningarfundur um þjónustu Eignaumsjónar verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar milli kl. 18 og 19 í fundasalnum í Haukahúsinu að Ásvöllum.
Þar eru áhugasamir velkomnir að fræðast um þjónustu Eignaumsjónar við húsfélögin.
Á fundinum munu starfsmenn Eignaumsjónar kynna þjónustuna og svara fyrirspurnum varðandi viðfangsefni húsfélaga og hússtjórna.
Leikur Hauka og Snæfells í úrvalsdeild karla í körfubolta hefst síðan kl. 19:15 og verður þátttakendum á kynningarfundinum boðið á leikinn í samstarfi við körfuknattleiksdeild Hauka.