Einar Snorrason hefur verið ráðinn til að annast HÚSUMSJÓN Eignaumsjónar hf., sem er hagnýt lausn við eftirlit og umsjón með sameign húsa og húsfélaga og nýjasti þátturinn í þjónustu fyrirtækisins við eigendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Einar kemur til Eignaumsjónar frá Isavia. Hann er með sveinspróf í húsasmíði og starfaði sem húsasmiður í hátt í áratug. Hann hóf störf hjá Brunavörnum Suðurnesja sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður árið 2005 og var þar í rúm 10 ár, eða þar til hann var ráðinn húsumsjónarmaður hjá Isavia árið 2016.
HÚSUMSJÓN Eignaumsjónar er hagkvæm og skynsamleg lausn fyrir fjölda húsfélaga og rekstrarfélaga og kemur í stað hefðbundinnar húsvörslu. Í stað húsvarðar í fullu starfi útvegar Eignaumsjón þjónustu fagmanns í hlutastarfi, sem fer reglulega yfir ástand húseignarinnar, gerir nauðsynlegar úrbætur, fylgist með orkunotkun og öðrum kerfum og búnaði eignarinnar og hefur reglulegt eftirlit með umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan.
Recent Comments