• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Bílastuð
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Er búið að hreinsa þakrennur og ganga frá garðhúsgögnum og útileikföngum?

Sep 15, 2022 | Fréttir

Nú er tími haustverka runnin upp og kjörið að nota góða veðrið til að sinna ýmsum fyrirbyggjandi verkefnum fyrir veturinn. Stjórnir húsfélaga í þjónustu hjá Eignaumsjón geta leitað til þjónustuversins ef vantar aðstoð við að afla tilboða í rennuhreinsanir og annað sem lítur að haustverkum húsfélaga.

Nú er tímabært fyrir stjórnir húsfélaga að huga að eftirliti og hreinsun á þakrennum og niðurföllum, svo tryggt sé að laufböð, sandur eða önnur óhreinindi séu ekki að valda stíflum og jafnvel tjóni vegna vatnsleka þegar haustlægðirnar fara að banka upp á með tilheyrandi roki og vatnsveðrum.

Einnig er tímabært að huga að öruggum frágangi á úthúsgögnum og stórum útileikföngum, svo tryggt sé að trampólínið ykkar verði ekki í aðalhlutverki í óveðursfréttum haustsins!

Ekki klippa trjágróður á haustin

Haustið og tíminn fram að fyrsta snjó er líka kjörinn tími til að gróðursetja og flytja trjáplöntur og flytja og skipta fjölærum plöntum ef þess er þörf. Sama gildir um trjáfellingar en varað er við því að klippa trjágróður á haustin vegna aukinnar hættu á sveppasýkingu í gegnum sárin sem myndast við klippinguna. Heppilegast er að klippa flestar tegundir trjágróðurs seinni part vetrar eða snemma á vorin, frá febrúar og alveg fram í byrjun maí, eða eftir laufgun á sumrin.

Ekki er heldur gott að slá grasflatir seint á haustin, enda grasið ekki í miklum vexti á þeim tíma. Þykir betra að hafa grasflatir aðeins loðnar yfir veturinn til að hlífa rótinni.

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús
  • Hádegisfundur um rafbíla og fjölbýlishús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800