Forstöðumaður fasteignasviðs
Eignaumsjón vill ráða í stöðu forstöðumanns á fasteignasviði félagsins.
Forstöðumaður fasteignasviðs er ábyrgur fyrir rekstri og umsjón fasteignaþjónustu Eignaumsjónar, en fasteignaþjónustan annast rekstur atvinnuhúsnæðis í vaxandi mæli í þágu viðskiptamanna sinna. Forstöðumaður stuðlar jafnframt að virkum tengslum við þjónustuaðila, viðskiptavini og aðra.
Hæfniskröfur eru:
Háskólapróf á sviði viðskipta og/eða verkefnastjórnunar
Góður skilningur á rekstri fasteigna
Töluglöggvun og kunnátta í gerð rekstraráætlana
Góð almenn tölvuþekking og vilji til að taka þátt í þróun verkferla og tölvukerfa Eignaumsjónar
Góð nærvera og geta til að vinna í hópum að lausn verkefna
Marktæk reynsla af verkefnastjórnun
Tækni- eða byggingarfræðingur
Eignaumsjón vill ráða tækni- eða byggingarfræðing með reynslu af verkefnastjórnun á sviði fasteigna.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfileika, góða tölvuþekkingu og vilja til að starfa í umhverfi stöðugra endurbóta. Viðkomandi mun að auki vinna að ýmsum verkefnum er tengjast ráðgjöf varðandi viðhald og rekstur fasteigna til viðskiptavina Eignaumsjónar.
Hæfniskröfur eru:
Háskólapróf á sviði tækni- og/eða byggingarfræði
Skilningur og þekking á málefnum fjöleignarhúsa
Vilji til að taka þátt í þróun á þjónustu Eignaumsjónar
Góð tölvuþekking og vilji til að leggja að mörkum í þróun tölvukerfa Eignaumsjónar
Góð nærvera og geta til að vinna í hópum að lausn verkefna
Marktæk reynsla af verkefnastjórnun
Þjónustufulltrúi
Eignaumsjón vill ráða þjónustufulltrúa.
Þjónustufulltrúi annast móttöku viðskiptavina, upplýsingagjöf og símaþjónustu, undirbúning funda, skráningu fundargerða, utanumhald gagna og skráningu á innri vefsvæði félagsins, auk annarra þeirra daglegu starfa sem falla til hverju sinni.
Áhersla er lögð á þjónustulund, frumkvæði, fagmennsku og metnað til árangurs í starfi. Við leitum að áhugasamri og lífsglaðri manneskju, sem hefur gaman að mannlegum samskiptum og er tilbúin að vaxa í síbreytilegu og spennandi starfsumhverfi.
Hæfniskröfur eru:
Menntun sem hentar í starfið
Góð almenn tölvuþekking
Marktæk reynsla af sambærilegum störfum
Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk. Gengið verður frá ráðningum í ofangreind störf fljótlega. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ ehf.
Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir frekari upplýsingar um starfið, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.
STRÁ Starfsráðningar ehf. – Suðurlandsbraut 30 – sími 588-3031 – stra@stra.is – gudny@stra.is – www.stra.is.
Eignaumsjón hf. hefur sérhæft sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög um fasteignir og er leiðandi á því sviði hérlendis. Eignaumsjón býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur á að skipa hæfu starfsfólki, sem vinnur með faglegum hætti að lausn mála. Markmið félagsins er að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði og auðvelda störf eigenda og hússtjórna. Nánari upplýsingar má sjá á www.eignaumsjon.is