Meðal boðaðra aðgerða stjórnvalda vegna kórónaveirunnar er tímabundin hækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhaldsvinnu við heimili og frístundahúsnæði úr 60% í 100%. Hækkunin kemur til góða bæði hús- og rekstrafélögum sem eru í framkvæmum eða hyggja á framkvæmdir á næstu mánuðum.
Gildistími breytingarinnar er út þetta ár, frá 1. mars til 31. desember 2020 og nær hún til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við endurbætur, viðhald og nýbyggingar fasteigna. Þær hækka úr 60% í 100%, eins og var á fyrstu árunum eftir hrun, þegar átakinu „Allir vinna“ var hleypt af stokkunum til að koma hjólum atvinnulífsins í gang að nýju. Er nú að nýju tekin upp full endurgreiðsla vegna viðhalds og þjónustu á heimilum, auk þess sem endurgreiðslan mun einnig ná til heimilisaðstoðar og byggingaframkvæmda félagasamtaka til almannaheilla.
Umsjón með VSK endurgreiðslu
Hluti af þjónustu Eignaumsjónar er að sjá um og tryggja að endurgreiðslur af viðhaldsvinnu skili sér til hús- og og rekstrarfélaga sem hafa staðið í viðhaldsframkvæmdum og er þar um allverulegar upphæðir að ræða. Þannig nam endurgreiddur virðisaukaskattur til hús- og rekstrarfélaga í þjónustu Eignaumsjónar tæplega 159 milljónum króna í fyrra. Sú tala, framreiknuð miðað við 100% endurgreiðslu, væri um 265 milljónir króna.
Recent Comments