Nú þegar fasteignaviðskipti færast í vöxt er ekki úr vegi að rifja upp skyldur húsfélaga í þeim efnum.
Samkvæmt gildandi lögum nr. 40/2002 er ekki heimilt að ganga frá kaupsamningi nema fyrir liggi yfirlýsing húsfélags þar sem upplýst er um greiðslustöðu hússjóðs, væntanlegar framkvæmdir ofl.
Útfyllingu gagna af hálfu húsfélagsins þarf að vanda þar sem fasteignaviðskipti snúast um háar fjárhæðir og mistök geta leitt af sér ágreining og jafnvel málaferli. Í lögunum segir (11.gr.) að yfirlýsing húsfélags sé hluti af sölulýsingu fasteignarinnar:
|