Við hjá Eignaumsjón óskum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum gleðilegs nýárs og vonum að það verði farsælt.
Fljótlega fara í hönd aðalfundir húsfélaga en að mörgu er að hyggja við undirbúning þeirra. Ef stjórn hyggst ræða eða leggja til að farið verði í viðhaldsframkvæmdir á aðalfundi er æskilegt að undirbúa slíkt vel með öflun gagna sem unnt er að kynna á fundi. Hjá Eignaumsjón verða fyrstu aðalfundir húsfélaga haldnir um miðjan janúar og þeir síðustu í lok apríl.