Rekstrarfélög um Turninn og bílageymslu við Höfðatorg óska eftir að ráða umsjónarmann með rekstri fasteigna og bílageymslu. Leitað er að þjónustulunduðum, samviskusömum, handlögnum og skipulögðum, einstaklingi sem getur borið ábyrgð á daglegum rekstri og á auðvelt með mannleg samskipti. Um er að ræða fullt starf sem unnið er í nánu samstarfi við annan starfsmann. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Dagleg verkstjórn og rekstur
• Daglegt eftirlit með sameign við Katrínartún 2
• Ábyrgð á daglegri húsvörslu og umsjón með bílakjallara við Höfðatorg.
• Almennt viðhald fasteigna og smáviðgerðir ásamt umhirðu á lóð
• Umsjón og eftirlit með kerfum hússins og bílageymslu
• Eftirlit, innkaup og almenn húsvörslustörf
Hæfniskröfur:
• Meistararéttindi á byggingasviði eða tæknimenntun, reynsla af umsjón fasteigna er kostur
• Góð almenn íslensku- og tölvukunnátta, lágmarkskunnátta í ensku
• Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund
• Snyrtimennska, nákvæmni í starfi og stundvísi
Skriflegar umsóknir berist merktar U10-2015 fyrir 10. desember 2015 í netfang starfsumsokn@eignaumsjon.is eða afhendist á skrifstofu Eignaumsjónar, Suðurlandsbraut 30.
Gerð er krafa um ítarlegar og glöggar upplýsingar um umsækjanda, ferilskrá og meðmæli eða umsagnaraðila.