Fundarsalir til leigu á Suðurlandsbraut 30
Tveir allt að 50 manna fundarsalir eru til leigu hjá Eignaumsjón á Suðurlandsbraut 30, miðsvæðis í Reykjavík. Þeir henta vel fyrir bæði fundi, fyrirlestra, námskeið og kennslu og geta einnig verið góður kostur fyrir þá sem þurfa að leigja sal eða vinnurými á föstum tímum, t.d. einu sinni í viku eða oftar.
Salirnir, Laugarás og Grensás, eru á jarðhæð í austurenda hússins á Suðurlandsbraut 30 (S30). Inngangur er í báða salina á framhlið hússins um merktar dyr austan við inngang að skrifstofu Eignaumsjónar.
Þægileg aðkoma er fyrir jafnt gangandi, hjólandi sem akandi fundargesti. Bílastæði eru bæði framan og aftan við húsið og strætóstoppistöðvar beggja vegna Suðurlandsbrautar.
Salirnir á S30
Laugarás er um 60 fermetrar að grunnfleti og tekur allt að 50 manns í sæti. Salurinn er bjartur og snyrtilegur og með góðri loftræstingu. Þráðlaust net, tölvu- og fjarfundarbúnaður er í salnum, ásamt 80 tommu upplýsingaskjá (led) sem getur tengst fartölvu ef óskað er.
Grensás er um 55 fermetrar að grunnfleti og tekur allt að 50 manns í sæti. Salurinn er snyrtilegur og með góðri lýsingu og loftræstingu. Tölvu- og fjarfundarbúnaður og þráðlaust net er í salnum, ásamt 80 tommu upplýsingaskjá (led) sem getur tengst fartölvu ef óskað er.
Útleiga og aðstaða
Salirnir eru leigðir út bæði virka daga sem um helgar, jafnt að degi til og kvöldi og henta vel fyrir fundi, fyrirlestra, námskeið og kennslu.
Innifalið í leigu er; fundarsalur, 50 stólar, borð fyrir fundarstjóra og fráleggsborð, afnot af upplýsingaskjá og borðtölvu. Einnig er hægt að kaupa aðgang að fjarfundarbúnaði og kaffiuppáhellingu á skrifstofutíma á virkum dögum. Aðgangur að snyrtingum er á jarðhæð en hjólastólaaðgengi er ekki til staðar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 585-4800 eða með því að senda tölvupóst á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is