Nú er tími aðalfunda yfirstaðinn fyrir nokkru og verkefni sumarsins framundan. Að mörgu er að hyggja í húsfélögum þegar kemur fram á sumar. Húsfélög þurfa gjarnan að kalla til þjónustuaðila til að sinna fjölmörgum sumarverkefnum og fjölbreyttum viðhaldsverkefnum, stórum sem smáum.
Ein af fjölmörgum ástæðum þess að húsfélög leita til okkar með þjónustu, er einmitt að fá faglegt utanumhald um þau fjölmörgu verkefni sem vinna þarf yfir sumartímann.
Það er einnig mjög mikilvægt fyrir húsfélög að nýta sumartímann vel til að sinna viðhaldsverkefnum. Það getur verið erfitt fyrir húsfélög að taka ákvörðun um nauðsynlegt viðhald. Hvernig á að forgangsraða viðhaldsverkefnum og halda þannig eigninni sem best við til lengri tíma. Eignaumsjón hefur leiðbeint fjölmörgum húsfélögum yfir þennan þröskuld og komið af stað nauðsynlegum viðhaldsverkefnum sem frestast hafa einhverra hluta vegna.