Í stað þess að senda viðskiptavinum Eignaumsjónar jólakort nú fyrir jólin hefur félagið ákveðið að styrkja jólaaðstoð fyrir hátíðarnar.
Verkefnið „Gefðu poka“ hjá Mæðrastyrksnefnd varð fyrir valinu og gekk framkvæmdastjóri Eignaumsjónar í dag frá netgreiðslu til Mæðrastyrksnefndar sem jafngildir 33 matarpokum, jafnmörgum og starfsmenn Eignaumsjónar eru.
Meðfylgjandi er slóð á verkefnið ef fleiri vilja leggja því lið: https://maedrastyrkur.is/