Skammtímaleiga íbúða óheimil án samþykkis allra eigenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Nýverið féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Húsfélagsins 101 Skuggahverfi I, en húsfélagið höfðaði mál á hendur eiganda sem auglýsti og rekur gististaði í íbúðum í húsum sem tilheyra húsfélaginu.
Í dómnum er fallist á rök húsfélagsins um að eiganda íbúðanna beri að afla samþykkis allra annarra eigenda og sé starfsemin því óheimil.
Niðurstaða dómsins vekur athygli því Kærunefnd húsamála hafði tvívegis áður komist að þeirri niðurstöðu að slík starfsemi væri heimil án þess að leitað væri eftir samþykki húsfélags eða eigenda.
Finna má dóminn undir vefslóðinni:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201502597&Domur=2&type=1&Serial=1