• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Sameining húsfélaga – hagræðing og árangur

Mar 22, 2014 | Greinar

Margar blokkir eru þannig byggðar að um er að ræða nokkur stigahús en húsið myndar síðan eina heild og er því eitt hús samkvæmt túlkun fjöleignarhúsalaganna.
Í gegnum árin hafa ”stigahúsafélögin” gjarnan verið félagslega virk en ”ytrabyrðis- og lóðarfélag” viðkomandi húss tæpast starfandi. Þar hefur oft ekki verið til stjórn og félagið í besta falli vakið ef um stórar framkvæmdir er að ræða.

Oft hafa fundir í stigahúsafélögum tekið ákvarðanir um málefni sem varða ytra byrði húss og lóðar í stað ”heildar-” félagsins. Hafi einstakir eigendur t.d. neitað að greiða framkvæmdagjöld sem byggja á slíkum ákvörðunum hafa þeir á réttu að standa. Í fyrravetur féll dómur (Nr.E-6963/2009Héraðsdómur Reykjavíkur 3. des 2009) sem staðfestir þessa túlkun laganna. Þá hefur Kærunefnd húsamála (áður fjöleignarhúsamála) hefur ítrekað gefið álit þess efnis að ákvarðanir verði að byggja á ákvörðunum heildarfélagsins

Sameining félaganna – Við hjá Eignaumsjón höfum undanfarið stýrt vinnu við að sameina stigahúsafélög og ytrabyrðis/lóðarfélög einstakra húsa í eitt heildarhúsfélag með góðum árangri.
Það er þannig framkvæmt að stigahúsafélögunum er steypt inn í eitt félag, heildarfélag hússins. Í raun verður félagið deildaskipt, þannig að hlutdeild í fjármunum og kostnaði er skipt niður á einstaka eignarhluta. Þannig ber hver eignarhluti þann kostnað sem honum ber.

Ávinningur þessa kemur fram sem aukin áhersla á sameiginleg málefni heildarinnar t.d. aukin ábyrgð og umsjón með viðhaldi ytra-byrðis húsanna, sem gjarnan hefur setið á hakanum. Með því að kjósa stjórnarmenn úr öllum stigahúsum hafa stigahúsin sameinast um útboð rekstrarþátta og jafnframt hafa myndast mun betri tengsl og samhljómur meðal eigenda.

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Sjálfvirkur álestur og innheimta vegna hleðslukerfa rafbíla
  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800