• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Bílastuð
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Rafrænir hús- og aðalfundir orðnir löglegir

Jun 24, 2021 | Fréttir

Ráðstafanir hafa þegar verið gerðar hjá Eignaumsjón til að bjóða upp á rafræna fundi með fjarfundabúnaði.

Breytingar á fjöleignarhúsalögunum sem heimila eigendum fjöleignarhúsa að halda rafræna húsfundi og nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum milli stjórnar og félagsmanna voru samþykktar sem lög frá Alþingi þann 10. júní sl., á lokametrum þinghaldsins og hafa lagabreytingarnar þegar öðlast gildi.

Með breytingunum er verið að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum og stöðunnar sem upp kom vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, m.a. á eigendur fjöleignarhúsa vegna hús og aðalfunda og samskipta milli félagsmanna innan húsfélaga.

Lögum samkvæmt skal aðalfundum húsfélaga vera lokið fyrir apríllok ár hvert en grípa þurfti til þess í tvígang að fresta aðalfundum um ákveðinn tíma. Var þá bent á að ef heimilt væri samkvæmt lögum um fjöleignarhús að halda rafræna húsfundi og halda uppi rafrænum samskiptum, væri hægt að leysa þessi vandamál.

Skapar meira svigrúm og val

Markmið lagabreytingarinnar er að veita eigendum fjöleignarhúsa meira svigrúm og val um hvort húsfundir verði alfarið haldnir rafrænt eða að hluta til og hvort samskipti milli félagsmanna og stjórnar verði rafræn. Að sama skapi er líka leitast við að gera slíkt fyrirkomulag löglegt með því að kveða á um það í lögunum að slíkt form húsfunda sé jafngilt því að mæta í eigin  persónu. Sjá nár hér.

Eignaumsjón fagnar þessari lagabreytingu sem mun auðvelda til muna að halda bæði hús- og aðalfundi húsfélaga á tilskildum tíma, s.s. við aðstæður eins og þær sem ríkt hafa í COVID-19 faraldrinum. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að bjóða upp á þessa tegund fundaþjónustu og fundasalir félagsins á Suðurlandsbraut 30 útbúnir með fjarfundabúnaði.

1
0
0
0
0
0
1
0

Recent Posts

  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús
  • Hádegisfundur um rafbíla og fjölbýlishús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800