• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Rafhleðsla og hleðslukerfi í fjöleignarhúsum – þjónusta Eignaumsjónar

Aug 11, 2022 | Fréttir

Bílastuð er tvískipt þjónustuleið Eignaumsjónar vegna uppsetningar rafhleðslukerfa í fjöleignarhúsum. Þjónustan uppfyllir lagalegar skyldur húsfélaga um úttekt á framtíðarþörf fyrir hleðslukerfi rafbíla og tryggir skiptingu kostnaðar milli húsfélaga og notenda með hagsmuni húsfélaga að leiðarljósi.

Að beiðni stjórna húsfélaga gerir Eignaumsjón í fyrsta lagi úttekt á hleðsluaðstöðu húsfélags sem tryggir hagkvæma framtíðarlausn og uppfyllir kröfur um framkvæmdaáætlun fyrir uppsetningu rafhleðslukerfis. Kerfið verður eitt af grunnkerfum fjöleignarhússins, eins og t.d. heitt og kalt vatn og eykur þannig bæði virði fasteigna í húsinu og sölulíkur. Að beiðni stjórna húsfélaga kannar Eignaumsjón einnig verð hjá seljendum rafhleðslukerfa og gerir verðsamanburð, sér um umsóknir fyrir húsfélög ef rafhleðslukerfi eru styrkhæf, sækir um VSK-endurgreiðslur og skilar stjórn minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings.

Gjaldfærsla beint á húsfélagsreikning notanda

Eignaumsjón býður húsfélögum einnig upp á séhæfða innheimtu gjalda vegna hleðslu rafbíla þara sem rétt skipting kostnaðar er tryggð. Þá færist dagleg ábyrgð húsfélags á rafhleðslukerfinu, s.s. aflestur og reikningsgerð, yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfærist rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda. Rétt er að benda á að þetta greiðslufyrirkomulag getur einnig nýst félögum sem eru ekki í húsfélagsþjónustu hjá Eignaumsjón og fara færslur þá í greiðsluþjónustu hjá banka viðkomandi notanda.

Heildarumsjón með rafhleðslukerfi húsfélagsins

Ef rafhleðslukerfi húsfélaga eru að fullu snjallvædd og uppfylla staðla – eru OCPP 1.6J samhæfð – getur Eignaumsjón boðið húsfélögum upp á heildarumsjón með rekstri og viðhaldi hleðslukerfisins. Heildarumsjón felur m.a. í sér að Eignaumsjón uppfærir notendaskrá og notkun, sem er forsenda réttrar innheimtu og birtast öll gögnin í húsbók viðkomandi notanda á heimasíðu Eignaumsjónar; www.eignaumsjon.is. Þjónustuvakt er vegna bilana og þjónustubeiðna, reglulegt mat fer fram á afköstum og gæðum kerfisins og orkuverð er vaktað hjá smásölum og borið saman við opinberar upplýsingar sem birtast á www.aurbjorg.is.

6
1
1
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Sjálfvirkur álestur og innheimta vegna hleðslukerfa rafbíla
  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800