Undanfarna mánuði hefur verið unnið að forritun og uppsetningu á nýju upplýsingakerfi hjá Eignaumsjón. Upplýsingakerfið hefur það í för með sér að gagnaskráning og upplýsingar, s.s. eigendaskrár, staða innheimtumála, verkefni og fundir í þágu húsfélaga færast í auknum mæli á einn aðgengilegan stað. Allt utanumhald verkefna í þágu húsfélaga verður þannig með öruggari hætti.
Samhliða þessu kerfi munu einnig opnast möguleikar á að birta hagnýt gögn s.s. fundargerðir, ársreikninga, fréttir o.m.fl. á netinu í samstarfi við stjórnir húsfélaga.
Við hjá Eignaumsjón vonum að með þessu nýja kerfi styrkist þjónusta okkar enn frekar.