Ráðinn hefur verið fjármálastjóri hjá okkur í Eignaumsjón og hóf hann störf nú nýverið. Nýi fjármálstjórinn heitir Gunnar Pétur Garðarsson og mun hann mun leiða fjármálasvið félagsins, uppbyggingu þess og þróun.
Gunnar er 35 ára með Ms gráðu í Reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík. Gunnar starfaði síðast sem viðskiptastjóri á lánaborði hjá Arion banka hf. og þar áður hjá Deloitte við endurskoðun og reikningshald.
Gunnar er boðinn velkominn í öflugan starfshóp Eignaumsjónar.